Já!
Sælir.
Takk fyrir æfingarnar í gær, mánudag - þær voru nettar. Að sjálfsögðu gleymdum
við að plögga nákvæman lista á sigrana í keppninni okkar nýju og góðu. Þannig að við
"tvistum" það einhvern veginn (og tökum bara góða keppni á lokaæfingunni á
föstudaginn).
Ég var náttúrulega kosinn markmaður beggja æfinganna. Varði kannski ekki
allt en var "sudda" "flair" og sýndi skemmtilega takta :-)
Líka takk fyrir daginn í dag, og þá sérstaklega þeir sem létu sjá sig. Ég skil alveg
að það hafi verið eitthvað annað á dagskrá og að ekki allir myndu komast, EN það voru allt of margir sem létu ekki vita af sér - og þeir sem létu vita af sér gerðu það u.þ.b. klukkutíma fyrir mætingu eða beint á bloggið. Það er eiginlega ekki tekið með, sérstaklega þegar menn eru búnir að plana massa dagskrá fyrir okkur - fleiri búnir að leggja mikla vinnu í þetta + kostnaður. Lágmark að láta vita í tíma þannig að það væri hægt að gera aðrar ráðstafanir.
En þetta var samt ótrúlega vel heppnað. Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel - og var kannski ekki alveg að hegða mér eins og 27 ára maður! Kiddi átti samt hugmyndina að tveggja fötu "plottinu". Mér fannst gaurarnir of grimmir þá. Arnþór og Mikki voru kosnir slakastir í boðhlaupinu - það var staðfest svindl í bolakastinu og sorrý gummi í "aðkomastlengstmeðspýtu" keppninni. En massa gaman.
Er búinn að búa til lista hér fyrir neðan. Ég tala betur við ykkur næst þegar ég hitti ykkur (engin samt að panikka og þora ekki á næstu æfingu - ég er ekki það líklegur í massa "hárþurrku"). Er samt frekar sár (og fáránlega mikið í mínus).
Sjáumst á morgun eða hinn.
Ingvi
- - - - -
"ánægðurmeðykkur listinn": Ágúst Ben-Ástvaldur Axel-Bjarmi-Jónas-Óskar-Snæbjörn Valur-Starkaður-Arnþór-Daði Þór-Daniél I-Daníel Örn-Elvar Aron-Emil Sölvi-Guðmundur Andri-Jón Kristinn-Matthías-Mikael Páll-Orri-Jóel-Valgeir Daði-Úlfar Þór.
"okeyþaðverðurbaraaðhafaþað listinn": Anton E-Bjarki B-Bjarki Þór-Bjarki Steinn-Daníel Ben-Einar Þór-Guðlaugur-Gylfi Björn-Símon-Ævar Hrafn-Anton Helgi-Davíð Þór-Kristófer-Reynir-Tryggvi.
"íekkinógugóðummálum listinn": Arnar Már-Aron Ellert-Atli Freyr-Davíð Hafþór-Flóki-Gunnar Björn-Ingimar-Hreiðar Árni-Jakob Fannar-Jónmundur-Tumi-Viktor-Anton Sverrir-Arnar Kári-Arinait-Ágúst Heiðar-Árni Freyr-Hákon-Kevin Davíð-Ingvar-Kormákur-Kristján Einar-Kristján Orri-Sindri-Sigvaldi-Stefán Karl-Stefán Tómas-Viktor M-Þorleifur.
?: Arnar Páll-Pétur Dan-Arnar Bragi -Jimmy-Leó-Hjörtur.
1 Comments:
DAMN... þetta Víkingakaffi var snilld!
Ef við gerum smá svona uppgjör dagsins þá finnst mér það standa uppúr hvað ÉG ER ÓSTJÓRNLEGA HÆFILEIKARÍKUR.
Ég var klárlega bestur í samanlögðu og því finnst mér að ég ætti að vera valinn Víkingur Þróttar!!
Ég:
...var mjög stöðugur í hringleiknum, þar sem átti að setjast. Datt ekki einu sinni og var duglegur að aðstoða félaga í nauð.
...var klárlega bestur í pokahoppinu. Menn vildu líkja mér við ástralska kengúru, sel það ekki dýrara en ég keypti það!
...var framúrskarandi í boðhlaupinu og lét ekki skapið fara með mig í gönur líkt og sumir leikmenn!
...stútaði þjálfara + Snæi massakeppninni, þar sem reyndi á þol, liðugleika, snerpu og síðast en ekki síst vilja. Þegar uppi var staðið var greinilegt að ég var bestur í öllu þessu, þar sem ég pakkaði drengjunum saman eins og sönnum Súmó-glímu kappa sæmir.
...var allt í öllu í mínu liði í drumbakastinu og leiddi lið mitt til sigurs í því líkt og í flest öllu.
...stóð uppúr í drekahala leiknum, þar sem það væri líkt og ég væri andsetinn og hefði ekki gert annað en að elta eldspú(g?)andi dreka!
Að lokum tók ég mig til og stútaði Kidda í teygjuleiknum. Þar heyrði ég þeim orðum fleygt að Tobey Maguire ætti lítið sem ekkert í mig, en fyrir þá sem ekki vita lék hann Spiderman í samnefndri kvikmynd!
Þegar litið er til baka yfir daginn er ég því meira en sáttur með mig og mitt lið.
Snemma var það greinilegt að okkar lið myndi vinna, þar sem mikil leikgleði og umhyggja einkenndi okkar lið.
Því vil ég þakka liðsfélögum mínum fyrir góðan og árangursríkan dag og óska ykkur öllum góðrar nætur.
kv. Egill Kangaroo Maguire
Post a Comment
<< Home