Fjáröflun!
Nú líður að skiladegi fyrir pantanir á ýsu og rækju.
Skiladagur fyrir pöntun er í dag, 4. mars og verður varan afhent í Þróttaraheimilinu fimmtudaginn 10. mars milli kl 18:00 og 19:00.
Sölumenn í 4. flokki karla eru hvattir til að hraða sölunni.
Rækjurnar eru úrvals útflutningsrækjur frá Merlo. 2 kg pakkning selst á kr 2000,- og fær sölumaðurinn 900,- í sinn hlut.
Ýsan er roðlaus og beinlaus, lausfryst í flökum. 100% nýting á flökunum. 1 kg pakkning selst á kr 1000,- og fær sölumaðurinn 540,- í sinn hlut.
ATHUGIÐ að varan kemur að sjálfsögðu FROSIN og best að koma henni strax til kaupenda eða í frysti.
Nánari upplýsingar veitir Áslaug Ívarsdóttir. Sími: 695 1480
kveðja, Flokksráð 4. flokks karla
0 Comments:
Post a Comment
<< Home