Friday, March 11, 2005

Foreldrabolti!

heyja.

Í dag, föstudaginn 11.mars, ætlum við að breyta aðeins til og taka leik við þá foreldra, forráðamenn, (eldri) systkini og sætar frænkur sem “þora í okkur” - á æfingatímanum okkar!

Við munum spila frá kl.17.00 til kl.18.30 (þ.e. ef keppendur duga svo lengi). Og eftir leikina er ætlunin að gæða sér á pizzu og kók inn í stóra sal (allt búið um kl.19.00). Þannig að allir sem ætla að borða verða að láta vita í anddyrinu áður en við byrjum að spila – kostar 500kr á mann.
Við munum spila á tveimur litlum völlum, annað hvort í blönduðum liðum eða aldursblönduðum; fer eftir þáttöku.

Það verður svo þvílíkt blíðviðri!

Sjáumst hress,
Ingvi – Eymi og Egill

0 Comments:

Post a Comment

<< Home