Tuesday, March 22, 2005

Úrslit!

Heyja luppa.

Þetta var bara nokkuð góður dagur hjá okkur. 50 nettir
guttar létu sjá sig og dag og tóku svona allt í lagi á því á móti FH.
Veðrið var geggjað og völlurinn fínn. Hvert lið spilaði í um
55 mínútur (nema eitt lið sem fékk lítið að spila í lokin (tökum
það alveg á okkur - sorrý)) og enduðu leikirnir svona:

- - - - -

Fyrsta lið: 0 - 2.

Line up: Snæbjörn - Sveinn Ó - Gylfi - Þorsteinn - Gunni Æ - Arnar Páll - Haukur - Þröstur - Ívar Ö - Gulli - Pétur Dan + Siggi E - Tumi - Bjarki Þ - Ágúst B - Halli - Davíð H - Óskar.

Mynd!

Maður leiksins: Gylfi Björn.

Almennt: Þokkalega góður leikur fyrir utan smá tíma í lok seinni hálfleiks. Vörðumst yfirleitt vel og voru miðherjaparið afar traust allan leikinn. Hefðum getað sett mark og þá helst í fyrri hálfleik. Boltinn hefði mátt rúlla aðeins betur á milli okkar - vissum ekki alltaf hvað við áttum að gera við boltann. Vantaði líka tal og viljan að fá boltann og gera eitthvað við hann. Við vorum líka fjölmennir þannig að það setti strik í reikninginn. ekki gott að ná jafnvægi í spilið okkar þegar við verðum að skipta inn á eins oft og við gerðum. En annars allt í lagi.

- - - -

Annað lið: 4 - 2.

Line up: Anton - Ingimar - Oddur - Aron H - Ingimar - Tommi - Valli - Dabbi - Jölli - Stymmi - Villi + Siggi I - Matti - Ævar - Baldur.

Mynd!

Mörk: Tommi 2 - Dabbi s - Stymmi.

Maður leiksins: Vilhjálmur.

Almennt: Fannst við vera mun betri allann leikinn. Klaufar að nýta ekki færin okkar í fyrri hálfleik. Eins að fá á okkur fyrsta markið þeirra - þar vörðumst við mjög illa og náðum ekki að koma boltanum burtu. misstum einbeitinguna alveg. En annars létum við boltann rúlla frekar vel - bjuggum okkur til fullt af færum og áttum fleiri skot á markið en vanalega. Fín vörn en samt fengu þeir aðeins of marga bolta inn fyrir út hraðaupphlaupum - hefðum þurft að stoppa þau, og þá jafnvel með broti. En klassa úrslit og fínt fyrir sjálfstraustið að fara í rvk mótið með jafntefli á móti víking og sigur á móti fh.

- - - - -

Þriðja lið: 1 - 6.

Line up: Binni - Jakob - Maggi - Einar Þór - Pétur - Arnar M - Ingó - Bjarki B - Símon - José - Hemmi + Óttar - Auðun - Atli F - Bjarki S - Róbert.

Mynd!

Mark: Hemmi.

Skástur inn á: Einar Þór.

Almennt: Komumst aldrei inn í leikinn. Liðið náði ekki að "konekta" og náðum mjög sjaldan að láta boltann rúlla vel á milli manna. Við vörðumst illa. Þeirra menn voru alltaf einir og fengu boltann allt of oft inn fyrir vörnina. Vorum of stressaðir og sendum óskynsamlega bolta fram á við beint á fh-inga. en eins og með fyrsta liðið þá vorum við kannski aðeins of margir og skiptum of ört. náðum aldrei að komast í takt við leikinn - og síðasti hálfleikurinn var náttúrulega allt of stuttur. þannig að við stressum okkur ekki of mikið á essu - en hefðum samt geta gert aðeins betur - mætt aðeins brjálaðri til leiks og til í smá fight!! gerum það strax í fyrsta leik í rvk mótinu á móti fylki!

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home