Úrslit!
Heyj.
allt um leikina í gær:
Þróttur 0 - Víkingur 0.
Gervigrasið í Laugardal mán 7.mars kl.16.15.
Liðið (4-4-2): Anton - Ingimar - Oddur - Aron H - Siggi Ingi - Arnar Már - Davíð S - Valli - Villi - Styrmir - Danni Ben + Óli M - Bjarmi - Hemmi.
Liðsmynd!
Maður leiksins: Anton
Almennt: Þau fimm atriði sem við ætluðum að bæta í dag voru: Tal - Draga sig út á kantana - Vera svalir á boltann - Passa staðsetningar í vörninni og Halda boltanum innan liðsins (ekki alltaf senda erfiðustu sendinguna). Þetta gekk bara ágætlega - en misstum boltanum samt of oft.
En við náðum aðalmarkmiði okkar í leiknum, en það var að fá á okkur færri mörk en í síðustu leikjum. Við gerðum það svo sannarlega- héldum hreinu. Anton átti frábæran leik og bjargaði okkur trekk í trekk. Vörin var líka sterk en við misstum tökin á miðjunni þannig að þeir sóttu mikið á okkur, sérstaklega í seinni hálfleik. Við fengum nokkur færi - gerðum mun betur en í síðustu leikjum að fara upp kantana og fá fyrirgjafir. Getum enn gert betur og höfum alla veganna einn æfingaleik til að gera okkur klára fyrir RVK-mótið, sem hefst í byrjun apríl. Leikmenn stóðu sig flestir með prýði. Vantaði aðeins meiri kraft í suma en í heildina allt í lagi.
- - - - -
Þróttur 1 - Víkingur 6.
Gervigrasið í Laugardal mán 7.mars kl.17.30.
Liðið (4-4-2): Binni - Auðun - Hákon - Baldur - Maggi - Símon - Tommi - Matti - Einar - Jökull - Ævar + Bjarki B - Einar Þór - Jakob - José - Ási.
Liðsmynd!
Mörk: Matti
Maður leiksins: Jökull
Almennt: Við byrjuðum illa og fengum á okkur tvö mörk fyrstu fimm mínúturnar. Það er náttúrulega verulega slæmt og oft erfitt að halda áfram eftir það. En ef litið er á allan leikinn þá var ekki að sjá að við vorum slakara liðið. Við spiluðum oft mjög vel á köflum og vorum mjög nálægt því að skora nokkrum sinnum. Við bara vörðumst ekki vel í fyrri hálfleik og í byrjun seinni. Seldum okkur of ódýrt og aðstoðuðum ekki félaganna. Seinustu 20 mín í seinni voru klassi. Fengum ekki á okkur mark þá og áttum hverja sóknina á fætur annarri. Um helmingur af liðinu sýndi hvað í þeim býr en hinn helmingurinn átti ekki góðan dag! Léleg úrslit en margt gott sýnt.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home