Úrslit!
Jó.
Það fór þannig að annað liðið sem átti að keppa við okkur í dag mætti ekki - ferlega lélegt.
Þannig að hvort lið fékk einn hálfleik í dag til að spreyta sig.
Hér eru upplýsingar um leik dagsins:
Þróttur - Fjölnir
Fyrri hálfleikur: 0 - 8.
Liðið: Raggi - Gunni - Ótti - Auðun - Ágúst - Halli - Arnar Páll - Ívar - Lúlli - Bjarki B - Óli M.
Skástur í dag: Óttar Hrafn.
Almennt: Við töluðum sérstaklega um að fá ekki á okkur mark í byrjun leiks. Djöflast vel í byrjun og fá jafnvægi í leik okkar. En nei nei, klaufuðumst til að fá á okkur mark snemma, og svo annað fljótt eftir það. Eftir það var eins og við dóum bara. Meira en hálft liðið tók EKKI á því í leiknum og eftir það var náttúrulega saltað yfir okkur. Við klikkuðum allt of oft að koma boltanum í leik eftir útspörk. Þeir pressuðum okkur mikið og það vantaði alla hreyfingu til að leysa úr því. Það vantaði alla grimmd, allt tal og allan vilja til að taka á þessum fjölnismönnum. Við getum svo miklu meira en það sem við sýndum í dag. Nokkrir menn börðust almennilega. Gleymum þessum hálfleik sem fyrst en munum að næst þegar við förum í þróttaratreyjuna út á völl til að keppa þá ber okkur skylda að gera okkar besta og taka almennilega á því. alltaf. ok sör.
- - - - -
Seinni Hálfleikur: 1 - 4.
Liðið: Raggi - Viktor - Aron Ellert - Hreiðar - Ágúst B - Tumi - Atli Freyr - Bjarki Þór - Pétur Dan - Gulli - Bjarki Steinn + Gunnar Björn - Atli Óskar - Óskar - Daníel Ari - Davíð Hafþór.
Mark: Bjarki Steinn
Maður leiksins: Aron Ellert.
Almennt: Byrjuðum vel og komumst fljótt yfir. hefðum átt að geta sótt meira á þá fyrstu 15-20 mín en þeir náðu fljótt yfirhöndinni og sóttu meira á okkur þanngað til yfir lauk. Vörnin var nokkuð þétt og náðum við að koma boltanum af hættusvæði fljótt. Það var ekki fyrr en 9 mín voru eftir að þeir bættu við og það síðasta kom svo á síðustu mínútunni. tvö ódýr mörk sem komu eftir háar og langar fyrirgjafir frá hægri. hefðum getað verið grimmari að fara í þá bolta. En hver leikmaður fékk kannski ekki mikið til að moða úr þar sem að Fjölnir klikkaði að koma með eitt lið. En það verður aftur leikur fyrir páska þar sem leikmenn fá meiri tíma. Nokkuð ánægður með þennan hálfleik. Góð mæting í leikinn og flestir að gera sitt.
- - - - -
1 Comments:
Sjitt hvað húfan mín er ekki að gera það á myndinni með liðinu sem spilaði seinni hálfleik! :(
Post a Comment
<< Home