Monday, April 13, 2009

Þrið!

Jæja drengir.

Vona að þið hafið haft það gott um páskana, en átökin hefjast aftur í dag, þriðjudag. Byrja svo ekki skólarnir í kjölfarið á miðvikudaginn (alla veganna í langó):

Sem sé - (breyting strákar):

- Þrið - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Stebbi kemst ekki í kvöld, þannig að fimleikarnir hjá eldri frestast um viku. Kannski fínt því ...

... meistaradeildin er aftur í þessari viku, hægt að kíkja niður í Þrótt á fyrri viðureignirnar hvorn daginn, kl.18.45. En endilega látið það berast eldra árs spaðar, að það sé líka æfing hjá ykkur í dag.

Við eigum svo þrjá leiki v Leikni á heimavelli á laugardaginn (held að ég hafi sagt valur+fram fyrir páska en þar var klikk hjá mér). Reynum allir að mæta þrisvar sinnum í vikunni fyrir þann leik!

Dúndurmæting í dag,
Síja,
Ingvi, Teddi og Sindri.

- - - - -

3 Comments:

At 3:18 PM, Anonymous Jónas said...

Ég og Kobbi erum að vinna hjá pabba þannig komumst ekki á æfingu í dag.

 
At 3:19 PM, Anonymous Njörður said...

Kemst ekki á æfingu á eftir er ennþá meiddur...

 
At 3:47 PM, Anonymous Anonymous said...

Gleymdi mér er ennþá á náttfötunum
kv Gunnar Reynir

 

Post a Comment

<< Home