Þrið!
Sælir kappar.
Sweet veður áðan, súper mæting, teygjurnar nettar, stigaæfingarnar náttúrulega bara snilld hjá kallinum (engin sagði það samt - snökt). En ég var ekki alveg nógu ánægður með spilið: Í fyrsta lagi voru náttúrulega of margir á of litlu svæði - tek það á mig. Í öðru lagi fengu þið engar skipanir um hvað við vildum fá út úr spilinu - tek það líka á mig. En það sem þið hefðuð mátt gera betur var að spila betur sem lið, vera á meiri keyrslu (sumir tóku samt vel á því) og loks spila mun betri varnarleik á köflum. Þeir sem taka ábyrgð, stjórna og passa upp á félagann fara langt í þessum bransa, og í raun lífinu sjálfu, það er bara þannig.
Við spáum í þessu og lögum þetta saman.
Þriðjudagur á morgun, held að Stebbi "gymnastikó" sé klár þannig að við stefnum á síðasta fimleikatímann hjá yngra árinu. Mæli með að menn mæti bara niður í Þrótt kl.18.30 og horfi á undanúrslitaleik Barcelona- Chelsea á stóra tjaldinu á undan:
- Meistaradeildin - Allir - Stóri salurinn niður í Þrótti - kl.18.30 - 20.15.
- Fimleikar - Yngra árið - Mæting niður í klefa 2 - kl.20.00 - 21.00.
Sleppum skokkinu, vera búnir að græka sig kl.20.00. Svo er æfing hjá eldra árinu á miðvikudaginn hjá gamla (og man.utd v arsenal um kveldið). A liðs leikurinn v Fram verður kl.16.00 á Framvelli á fimmtudaginn. Og C liðs leikurinn v Fram verður væntanlega á föstudagsmorgun (leikvöllur ekki alveg klár).
Annars bara stemmari.
Þaggi,
Ingvi, Teddi og Sindri.
p.s. extra skokkhringir fara svo að detta inn fljótlega fyrir seinkomur, sturtuskróp, hettupeysur og ólöglegt bakarísgúff á virkum dögum (í skólunum).
- - - - -
4 Comments:
hvad kostar aftur i fimleikana?
3 * 500kr! best að leggja inn - set inn sér blogg í dag með það :-)
kem örugglega ekki á fimleikana nema að ég verði góður í kveld ;)
kemt ekki á æfingu í dag er veikur
kristo
Post a Comment
<< Home