Saturday, April 04, 2009

Jedde nu!

Sælir strákar.

Við gerðum ekkert sérstakt "mót" í dag upp á Fylkisvelli. Niðurstaðan tvö töp og eitt jafntefli. Hér fyrir neðan kemur mjög grófur útdráttur úr leikjunum (meira á æfingu á mán og seinna á blogginu):

- Fylkir v Þróttur (a lið): 8 - 2 (sveinn andri - jón konráð).

Mjög svipaður leikur og á móti FH í jan - ekki að sjá að við værum neitt lakara lið en þeir í þessum leik en þeir kláruðu nánast öll sín færi en við ekki okkar! Þótt að við höfum fengið á okkur 2 rangstöðu mörk og að okkur hafi vantað 2-3 leikmenn þá verður eiginlega að segjast að úrslitin eru ferleg. Varnarleikurinn var ekki góður hjá okkur og við vorum með of marga "farþega" inn á.

- Fylkir v Þróttur (b lið): 5 - 3 (aron br - andri már - arnar g).

Sama var upp á teningnum hér og í A leiknum - fengum "deddara" á 2 mín og komumst í 1-0 skömmu seinna og vorum í raun alls ekki síðri, en eitthvert áhugaleysi og baráttuleysi hjá megninum af liðinu gerði það að verkum að við náðum ekki að klára þennan leik með sigri.

- Fylkir v Þróttur (c lið): 3 - 3 (sigurður þór - breki - kristjón geir).

Eftir að hafa lent þremur mörkum undir þá komum við sterkir tilbaka þegar um 15 mín voru eftir og vorum í raun óheppnir að klára ekki leikinn. Það var mjög sterkt. En margir leikmenn voru samt ekki að spila á fullri getu og það gengur náttúrulega ekki ef vinna á leiki!

- - - - -

Við þurfum náttúrulega að líta á það jákvæða í þessum leikjum en svo að vinna í því sem þarf að laga. Ég og Teddi þurfum aðeins að leggjast undir feld því við erum með alltof góðan mannskap til að vera núna búinn að tapa 2 leikjum í A og tveimur leikjum í B. Skýrslurnar frá ykkur, sem koma á mánudaginn, munu vonandi hjálpa okkur í þessari vinnu. Líka gott ef hver og einn metur sína frammistöðu í dag.

Næsta vika: Við munum æfa mánudag, þriðjudag og miðvikudag - svo tekur við páskafrí. Set planið inn á morgun, sunnudag. Hafið það alla veganna massa gott yfir helgina. Sjáumst svo hressir á mánudaginn.

Ingvi og Teddi.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home