Wednesday, April 22, 2009

Fim - æfing og leikur v Val!

Yess.

Verð aðeins snemma í því og segi "Gleðilegt sumar strákar". Sumardagurinn fyrsti á morgun, eflaust margir sem eru í skýjunum með að fá að sofa út á morgun!

Það er einn leikur á morgun, B liðið v Val á Valsvelli. Frí hjá öðrum (þar sem fram þurfti að fresta hinum leikjunum) og í tilefni dagsins, en það væri gargandi snilld að sjá einhverja upp í Kórnum á morgun: Þróttur v Breiðablik í 8 liða úrslitum deildarbikarsins kl.14.00 :-)

Við æfum svo föstudag og laugardag. En svona er mætingin á morgun:

Fim - B lið v Val - Mæting kl.15.40 upp á Hlíðarenda - keppt frá kl.16.30 - 17.45:

Kristófer Karl í markinu - Þorkell og Hörður Gautur bakverðir - Birkir Már og Jökull miðverðir - Daníel L og Jón Kaldal á miðjunni - Bjarni Pétur og Breki á köntunum - Aron Brink og Andri Már frammi. Varamenn: Elvar Örn - Stefán Pétur - Daníel Þór.

Nú þurfa menn að mæta með hugarfarið í lagi og vel undirbúnir líkamlega. Mæta með allt dót og you know the rest! Þeir sem eiga ekki treyju geta sett í commenti óskatreyjunúmer og treyjustærð (small, medium eða large).

Kallinn farinn að kíkja á "rock n rolla" :-)
Sjáumst dúndurhressir.
Ingvi og Teddi og Sindri.

- - - - -

3 Comments:

At 10:46 PM, Anonymous ingvi said...

jó, treyju-checkið er bara fyrir leikinn á morgun. Fæ svo að vita á föstudaginn hvenær nýju treyjurnar koma, ásamt gallanum. ok sör.

 
At 11:56 PM, Anonymous Anonymous said...

ble..
medium - large ? þú metur þetta :D
nr : 5

jökull

 
At 10:57 AM, Anonymous Daniel þór said...


treyja nr.18 stærð:medium

 

Post a Comment

<< Home