Thursday, November 03, 2005

Föstudagurinn!

Sælir.

Menn mössuðu armbeygjurnar vel - Ævar tók flestar á
eldra ári og Nonni og Kormákur flestar á yngra ári. Þeir sem
ekki komu í gær - taka prófið bara á morgun.

Einnig skrifuðum við niður númerin ykkar og reynum að birta
listann með þeim í næstu viku.

Á morgun, föstudag, er planið þannig:

- Yngra árið æfir á sama tíma og vanalega - kl.14.30 á gervigrasinu

en

- Eldra árið mætir kl.16.10 inn í Langholtsskóla, klæðir sig, tekur
létt útihlaup og svo inn í smá "sprikl". Muna eftir öllu dóti (s.s.hlaupaskóm, inniskóm,
handklæði).

(þar sem það er vetrarfrí í flestum skólum þá ætla hugsanlega sumir út á
land - það er allt í góðu - ekki hafa áhyggjur af því - einnig í fínu lagi að mæta
með yngra árinu ef hin æfingn er of seint!)


Á laugardaginn keppir svo eldra árið við Val - og yngra árið við Breiðablik
á sunnudag. Allir fá miða um það á morgun.

Vona að allt sé skýrt.
Heyrumst,
ingvi og co.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home