Leikir v Leikni!
Heyja.
Það voru tveir leikir hjá eldra árinu í kuldanum í gær.
Við áttum vægast sagt góðan dag og unnum báða leiki.
Allt um þá hér:
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 12.nóvember 2005.
Tími: kl.16.00 - 17.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Þróttur 5 - Leiknir 3.
Staðan í hálfleik: 3 - 2.
Mörk: Árni 3 (11 mín - 21 mín - 52 mín) - Flóki 2 (15 mín - 50 mín).
Maður leiksins: Árni.
Vallaraðstæður: Það var frekar kalt úti - en völlurinn var blautur og fínn. En soldið háll í einu horninu.
Dómarar: Egill B og Kiddi (ferlega nettir).
Liðið (4-4-1): Snæbjörn í markinu - Kristófer og Jónmundur bakverðir - Arnar Páll og Gunnar Björn miðverðir - Ágúst Ben og Jóel kantar - Árni og Davíð Hafþór á miðjunni - Flóki byrjaði einn frammi + Bjarki Þór, Arnar Már og Gylfi Björn komu svo inn á, 12 mín hver.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Við byrjuðum 10 á móti 11. Og lendum undir tiltölulega snemma. Fengum svo ellefta manninn inn á og náðum fljótt undirtökunum. Jöfnuðum með fínu marki og komumst svo yfir skömmu seinna.
Við vörðumst ágætlega - héldum línu og fundum miðjumann í lappirnar eins og við töluðum um. Þaðan náðum við trekk í trekk að koma Árna eða Flóka inn fyrir - Flóki fékk tvo "deddara" með skömmu millibili en markmaðurinn sá við honum. En við nýttum okkur þetta og náðum að setja tvö önnur mörk í fyrri hálfleik með svipuðum hætti.
Komum svo sterkir í seinni - settum fjórða markið og þar með komnir í ágæta stöðu. Slökuðum þá aðeins á og þeir náðu að skora sitt þriðja mark. Við vorum farnir að færa okkur of framarlega - verðum að passa að halda miðvörðunum á sínum stað - láta frekar bakverðina koma upp með boltann. Eins þegar einn varnarmaður fer framar þá dettur annar fyrir hann. Við förum betur í þetta.
Í lokin settim við okkar fimmta mark og þar við sat. 3 mörk frá þeim kannski aðeins of mikið - en að sama skapi klassa mörk frá okkur sem hefðu getað verið fleiri - sóknarmenn verða að passa að vera yfirvegaðir þegar þeir komast einir á móti markverði - horfa á auða hornið í stað þess að horfa á markmanninn sjálfan,. Og ef þið ætlið að fara fram hjá honum - koma þá á góðri ferð - fara hægra megin við hann og búmm; rennið honum í markið, eða fáið víti!!
Alla veganna - fínn sigur. En það vantaði slatta af leikmönnum: Óskar, Atli Freyr, Hreiðar og Jakob létu vita - Svo söknuðum við Viktors og Tuma. Vonandi verða allir klárir eftir viku! Jamm jamm.
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 12.nóvember 2005.
Tími: kl.17.00 - 18.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Þróttur 7 - Leiknir 2.
Staðan í hálfleik: 5 - 0.
Mörk: Daníel Ben 5 (5 mín - 8 mín - 14 mín - 21 mín - 37 mín) - Bjarki B (56 mín) - Arnar Már (28 mín).
Maður leiksins: Daníel Ben.
Vallaraðstæður: Það var frekar kalt úti - en völlurinn var blautur og fínn - en soldið háll í einu horninu.
Dómarar: Ingvi og Egill B/Kiddi (ekki feilflauta).
Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Bjarmi og Einar Þór bakverðir - Jónas og Aron Ellert miðverðir - Bjarki B og Símon á köntunum - Bjarki Þór aftar miðja og Ingimar fremmri miðja - Daníel Ben og Bjarki Steinn frammi + Guðlaugur, Gylfi Björn og Arnar Már.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Leiknir byrjaði á því að eiga miðjunni - og voru meira með boltann fyrstu mínúturnar. Við vorum samt mjög þéttir í vörninni og hleyptum þeim engan vegin í gegn. Við náðum svo nokkrum nettum stungusendingum sem Danni hataði ekki að nýta sér! Hann gersamlega kláraði leikinn með þessum hætti - þ.e. fékk klassa sendingu inn fyrir og náði að hlaupa varnarmanninn af sér og annað hvort taka markmanninn á eða setjann í hornið.
5-0 í hálfleik er náttúrulega rosalega ljúf staða. Spilið hefði samt mátt fara meira upp kantana - og við endað fleiri sóknir með fyrirgjöf eða með skoti. En annars létum við boltann rúlla ágætlega. Fundum oft miðjumann einan miðsvæðis og þaðan upp völlinn. Lendum aldrei í vandræðum með útspörk eða spil út frá markmanni. Anton átti klassa dag í markinu.
Vorum nokkrum sinnum í vandræðum að koma boltanum upp frá bakverði - þeir náðu þá að pressa okkur og unnu þeir boltann þannig tvisvar sinnum - á versta stað fyrir okkur. lögum það.
Það sem við þurfum kannski aðeins að athuga eru mörkin sem við erum að fá á okkur - bæði í þessum leik og á móti Val. Við verðum að passa að slaka ekki á - heldur halda einbeitingu allan tíman. Tal milli manna er miklu betra en í fyrra - og höldum við því áfram takk.
Klassa leikur - menn mega vera virkilega ánægðir.
Vika í næsta leik - já brjálað að gera - Við spilum við Fylki næsta sunnudag - örugglega á þeirra gervigrasi.
- - - - -
1 Comments:
ég held að hann kunni ekki íslensku, en seigir samt "nice blogg" og er alltaf að tala um eihvað bussiness
Post a Comment
<< Home