Leikir v Breiðablik!
Jeya
Yngra árið keppti tvo leiki í dag við Breiðablik - fyrstu
leikirnir á stórum velli - margt ótrúlega gott í gangi - og
við erum strax farnir að plana næstu leiki.
Allt um leikina tvo hér:
- - - - -
Dags: Sunnudagurinn 6.nóvember 2005.
Tími: kl.11.30 - 12.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Þróttur 0 - Breiðablik 7.
Staðan í hálfleik: 0 - 3.
Mörk: - - -
Maður leiksins: Kristján Orri.
Vallaraðstæður: Völlurinn var geggjaður og veðrið eins og best væri á kosið.
Dómarar: Ingvi og Kiddi í fyrri (óaðfinnanlegir) - Egill T og Egill B í seinni (lala).
Liðið (4-4-2): Kristján Orri í markinu - Emil og Hákon í bakverðinu - Kristján Einar og Þorleifur í miðverðinum - Dagur og Anton Helgi á köntunum - Daníel og Stefán Tómas á miðjunni - Kormákur og Davíð Þór frammi + Sindri.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Við lágum nánast allann leikinn í vörn - en leystum það samt nokkuð vel. Þeir lágu á okkur og voru með sterka menn fremst sem komust tvisvar sinnum inn fyrir í fyrri hálfleik og kláruðu færin sín vel. Við vitum það alveg að það er ótrúlega þægilegt að vera á undan að skora og hvað þá tvö mörk. En við héldum áfram á fullu alveg fram að hálfleik.
Við vorum í smá vandræðum með að halda vörninni í línu sem og að þétta hættulegu svæðin. ef það klikkar losnar svo mikið um fyrir andstæðingin og hann kemst þar af leiðandi nánast einn í gegn. Við vorum aftur á móti aldrei í vandræðum með útspörkin og náðum alltaf að leysa það.
Við komumst lítt áleiðis fram á við - vorum of fáir að djöflast þar - vantaði sprengikraft frá öllum í liðinu en það getur verið erfitt þegar maður er svona mikið í vörninni.
Það var 0-3 í hálfleik og ætluðum við að bæta aðeins í - í staðinn náðu þeir að setja mark nr.4 og svo nr.5 og við eiginlega hættum eftir það. Við náðum samt nokkrum sprettum en yfir höfuð þá vantaði meiri kraft og ákveðni í flesta en við lögum það í næsta leik. eins vantaði aðeins betri hreyfingu þegar við vorum með boltann - það þarf alltaf einhver að vera í boði - og láta vita að maður sé í boði.
En þetta var nú bara fyrsti leikurinn af mörgum - og margt gott í þessu - lærum bara af mistökunum og komum betur stemmdir í næsta leik - sem er væntanlega um næstu helgi. ok sör.
- - - - -
Dags: Sunnudagurinn 6.nóvember 2005.
Tími: kl.12.30 - 13.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Þróttur 3 - Breiðablik 3.
Staðan í hálfleik: 2 - 0.
Mörk: Úlfar (7 mín) - Árni Freyr (18 mín) - Jóel (57 mín).
Maður leiksins: Arnar Kári
Vallaraðstæður: Völlurinn var geggjaður og veðrið eins og best væri á kosið.
Dómarar: Egill T og Egill B.
Liðið (4-4-2): Kristófer í markinu - Matthías og Mikael Páll bakverðir - Guðmundur og Arnar Kári miðverðir - Úlfar og Jóel á miðjunni - Elvar og Daði á köntunum - Árni og Tryggvi frammi + Kevin Davið.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Við náðum að skora fljótlega í leiknum, skot frá úlfari af þvílíkt löngu færi (kennir okkur að skjóta meira á markið!) - og vorum sterkari aðilinn allan fyrri hálfleikinn. Mark nr.2 kom svo skömmu seinna. vel klárað hjá árna - við fengum svo fleiri sjensa einir inn fyrir en þeir náðu að bjarga því.
Vörnin var í línu allann leikinn - ekki að sjá að þetta hafi verið fyrsti leikurinn á stórann völl. Útspörkin voru í lagi en við hefðum samt mátt vinna fleiri bolta miðsvæðis.
Það vantaði aðeins upp á leikskipulagið - hefðum við verið aðeins klókari hefðum við léttilega getað sent Árna og Tryggva í gegn oftar en við gerðum.
Staðan var 2-0 í hálfleik og hélst þannig alveg fram um miðjan hálfleikinn þegar þeir minnkuðu munin og seinna jöfnuðu. Frekar ódýr mörk. En við sóttum þá aðeins í okkur veðrið og sóttum meir fram á við - náðum loks að "setjann" og það með frábæru marki frá Jóel. En það getur allt gerst í fótbolta og einhvern veginn var einn bliki inn í markteig og náði að jafna þegar 20 sek voru eftir. frekar súrt.
En þrátt fyrir það var þetta mjög skemmtilegur leikur - leikmenn á fullu allann tímann.
klárum næsta leik alveg - líka síðustu 20 sek!
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home