Tuesday, November 15, 2005

Foreldrafundur!

Hey hey

Á morgun, miðvikudag, er foreldrafundur hjá foreldrum 4.flokks karla!
Hann hefst kl.19.30-20.30 niður í Þrótti og vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Þið minnið mömmu og pabba á hann!

Dagskrá fundarins verður nokkuð þétt. Hverjum foreldrafundi er ætluð ein klukkustund. Tveir fundir verða haldnir á hverju kvöldi og því nauðsynlegt að tímaáætlanir standist. Er fólk fyrirfram beðið að taka tillit til þess og mæta tímanlega.

Dagskrá og tímaáætlun:

1. Kynning á starfi yngri flokka í Þrótti og farið í stuttu máli yfir hlutverkaskiptinguna (10 mín):* Hlutverk og starf unglingaráðs.* Hlutverk og starf flokksráða.

2. Kosning í flokksráð. (5 mín).Að lokinni kosningu tekur einhver nýkjörinna fulltrúa í flokksráðinu að sér að boða til fyrsta fundar í nýju flokksráði. (Á þeim fundi skal ráðið skipta með sér verkum þannig að þar starfi:* formaður/forsvarsmaður,* gjaldkeri,* ritari,* umsjónarmaður heimasíðu fyrir flokkinn og* fulltrúi flokksráðsins á samráðsfundum unglingaráðs.

3. Kynning á heimasíðu Þróttar, notkunarmöguleikum hennar og nauðsyn þess að foreldrar og iðkendur nýti sér upplýsingar á henni sem best. Jafnframt verður kynnt námskeið í notkun vefumsjónarkerfinu D10, sem haldið verður þann 30. nóvember og ætlað er öllum sem hafa tekið að sér að setja efni inn á síðuna og viðhalda upplýsingum sem þar eiga alltaf að vera aðgengilegar og þurfa jafnframt að vera réttar á hverjum tíma. (10 mín)

4. Aðalþjálfari flokksins fer í stuttu máli yfir stöðu mála, áhersluatriði sín í þjálfun og helstu viðburði komandi starfsárs, ásamt því að svara fyrirspurnum. (10 mín)

5. Kynning á stórmótum Þróttar (Rey Cup á fundum 3.-5. flokks og Bónusmótinu á fundum 6.-8. flokks.) (10 mín)

6. Önnur mál og fyrirspurnum svarað. (10 mín) (Samtals 55 mínútur)

Að lokum er rétt að ítreka að mikilvægt er að sem allra flestir foreldrar mæti. Það er á þessum fundi sem foreldrum gefst "hið eina sanna" tækifæri til að hafa áhrif á starf félagsins - t.d. með því að bjóða sig fram til setu í flokksráðinu.

- - - - -
Heyrið í mér ef það er eitthvað,
Ingvi (869-8228) og co.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home