Leikir við Fylki!
Sælir.
Bannað að vera fúlir yfir því að þetta kom ekki í gær. Þetta
tekur drúgan tíma, sérstaklega ef maður vill gera þetta almennilega.
En hérna er allt um leikina við Fylki um helgina. 1 jafntefli og þrjú töp.
Með smá meiri vilja hefðum við hæglega getað unnið fleiri leiki.
- - - - -
Dags: Sunnudagurinn 20.nóvember 2005.
Tími: kl.08.30 - 9.45.
Völlur: Fylkisgervigras.
Þróttur 1 - Fylkir 3
Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Mörk: Arnþór Ari (53 mín).
Maður leiksins: Arnþór Ari.
Vallaraðstæður: Aðeins kaldara en heima í hverfi - smá frostlag á vellinum - en annars töff að spila í fljóðljósum.
Dómarar: Astoðarþjálfari Fylkismanna.
Liðið (4-4-1): Krissi í markinu - Gummi og Úlfar bakverðir - Diddi og Arnar Kári miðverðir - Stebbi og Kormákur á köntunum - Nonni og Arnþór Ari á miðjunni - Árni og Jóel frammi + Kristófer - Tryggvi - Tolli og Daníel.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Þetta var hinn skemmtilegasti leikur að horfa á - og það klukkan 08.30!! Já menn voru ótrúlega sprækir svona snemma á sunnudagsmorgni - og byrjuðum við leikinn vel. Jafnt var á liðum í fyrri hálfleik - og fengum við nokkur hálffæri en kláruðum ekki. Nonni fékk besta færið en náði ekki skotinu. Reyndar var spurning hvort brotið var á honum en við vælum það ekki.
Fylkismenn voru á undan að skora og héldu þeir forskotinu fram í seinni hálfleik. En okkar mark lá alltaf í loftinu og náðum við að klára með klassa marki - snilldar sending frá Árna inn á Arnþór sem slúttaði færinu örugglega. Skólabókardæmi þegar sóknarmaður kemur og fær boltann á miðjunni og losar fyrir miðjumanninum sem stingur sér í gegn.
En við slökuðum aðeins á í lokinn og Fylkismenn skoruðu þá tvö mörk. Komust í gegn og náðu skoti í fyrra skiptið og fengu svo víti í seinna skiptið.
Samt fínn leikur hjá okkur - þurfum bara næst að nýta breiddina á vellinum betur. Megum ekki þrengja fyrir hvor öðrum - draga sig út og láta vita að þið séuð lausir. Eins þegar bakvörður fær boltann: draga sig þá alveg niður, losa sig við andstæðingin, vera búnir að líta upp og finna svo mann.
En eins og ég sagði - skemmtilegur leikur. og okkur hlakkar bara þokkalega til næsta leiks.
- - - - -
Dags: Sunnudagurinn 20.nóvember 2005.
Tími: kl.9.45-11.00.
Völlur: Fylkisgervigras.
Þróttur 1 - Fylkir 9
Staðan í hálfleik: 0 - 3.
Mörk: Orri (42 mín).
Maður leiksins: Daði Þór.
Vallaraðstæður: Aðeins kaldara en heima í hverfi - smá frostlag á vellinum - en annars töff að spila í fljóðljósum.
Dómarar: Ingvi og Egill öðrum megin - engin hinum megin :-(
Liðið (4-4-1): Orri í markinu - Matthías og Sindri bakverðir - Anton Helgi og Ágúst Heiðar miðverðir - Hákon og Dagur á köntunum - Daði og Mikael Páll á miðjunni - Davíð Þór og Arinait frammi + Stefán í markinu og Emil Sölvi.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Þrátt fyrir að Fylkismenn hafi skorað þessa "gommu" af mörkum, þá var margt flott hjá okkur í þessum leik. Við náðum oft fínu spili frá vörninni og á miðjuna. En það vantaði samt upp á að koamst lengra - við erum náttúrulega enn að venja okkur við stærðina á vellinum!
Fyrri hálfleikurinn var betri hjá okkur - við vörðumst ágætlega og hleyptum þeim ekki eins langt í gegn og í seinni hálfleik.
En í seinni hálfleik var eins og við værum færri en Fylkismenn inn á. Við eigum alltaf að geta þjappað okkur saman og varist eins og menn - komið boltanum frá og ýtt út saman. stjórnað hvor öðrum. við fengum á okkur nokkur ódýr mörk þar sem við hefðum getað gert betur.
Það getur verið erfitt að djöflast þegar staðan er orðin slæm - en þá er líka gott að sjá þá leikmenn sem hætta ekki og halda áfram. Þannig leikmenn vilja allir hafa í sínu liði.
en leikur nr.2 á stórum velli - fyrsti leikur hjá sumum - við stressum okkur ekki mikið á þessu. En hugsum samt um þau atriði sem við getum bætt okkur í - Við þurfum að vera grimmari og ekki leyfa andstæðingunum að komast of auðveldlega í gegnum okkur. - Við þurfum að stjórna hvor öðrum og aðstoða betur. - Við þurfum að TALA meira. þvílíkt mikilvægt hjálpartæki í boltanum.
En áfram með smjörið - fáum bara annan leik fljótlega til að gera betur. ekki spurning.
- - - - -
Dags: Sunnudagurinn 20.nóvember 2005.
Tími: kl.11.30 - 12.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal
Þróttur 1 - Fylkir 1
Staðan í hálfleik: - - -
Mörk: Bjarki B (12 mín)
Maður leiksins: Jónas
Vallaraðstæður: Það var frekar hlýtt í veðri og völlurinn afar góður. Kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunnar!
Dómarar: Egill T og Kiddi (nokkuð nettir)
Liðið (4-4-1): Snæbjörn í markinu - Viktor og Aron Ellert bakverðir - Jónas og Einar Þór miðverðir - Arnar Már og Bjarmi á köntunum - Ingimar og Bjarki B á miðjunni - Danni Ben og Bjarki Steinn frammi + Ágúst Ben.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Þetta var hinn ágætasti leikur hjá okkur - við mættum þokkalega "ready til leiks" - og létum finna vel fyrir okkur allan tímann.
Vörnin stóð sig vel en mætti hugsa um að spila sig betur út úr vandræðum í stað þess að hreinsa alltaf fram. Sóknin var virk þegar við vorum með boltann - en vantar að vera meira með í varnarleiknum. Það er engin regla að senterar þurfi að bíða á miðjulínunni þanngað til eitthvað gerist - þeir mega alveg djöflast aftur í vörnina og trufla andstæðingin. vantaði sem sé meiri kraft á köflum.
Bjarki setti markið okkar eftir klassa undirbúning. Daníel var svo frekar óheppinn eftir að hafa komist tvisvar sinnum einn á móti markmanni - en markmaður Fylkismanna átti stórleik í markinu. En það er náttúrulega snilld hve vel okkur gengur að leggja frammherjana í svona færi - og höldum því bara áfram.
Fylkismenn komust nokkrum sinnum í gegn og voru á köflum hættulegir - en við náðum nánast alltaf að komast fyrir skotin þeirra og stöðva þá.
Annars var stóð allt liðið sig prýðilega og getum við verið nokkuð ánægður með stigið - en markið sem þeir skoruðu var samt í ódýrari kantinum. En þannig er stundum boltinn.
- - - - -
Dags: Sunnudagurinn 20.nóvember 2005.Tími: kl.12.15 - 13.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Þróttur 1 - Fylkir 2
Staðan í hálfleik: - - -
Mörk: Gulli (29 mín).
Maður leiksins: Anton.
Vallaraðstæður: Það var frekar hlýtt í veðri og völlurinn afar góður. Kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunnar!
Dómarar: Egill T og Kiddi (nokkuð nettir).
Liðið (4-4-1): Anton í markinu - Gunnar Björn og Jónmundur bakverðir - Jakob Fannar og Bjarki Þór miðverðir - Kristófer og Davíð Hafþór á köntunum - Arnar Páll og Símon á miðjunni - Gulli og Flóki frammi + Leó (og Arnar Már).
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Við byrjuðum leikinn engan veginn af krafti - það var lítið stemmning í okkur og menn ekki nógu duglegir að garka og hvetja menn áfram. Þó nokkuð miðjuþóf einkenndi leikinn - og vantaði að menn færu alveg út á línu og heimtuðu boltann.
Fyrsta markið þeirra var ferlega ódýrt - boltinn skoppaði eftir hliðarlínunni langa vegarlengd og við stóðum bara og gáptum þanngað til fylkismaður náði boltanum og komst alveg að endalínu, gaf fyrir og búmm. Algjör gjöf.
Sem sé dálítið hugsunarleysi - og það líka í seinna markinu sem við fengum á okkur. Eða adragandi þess aftur á móti - lítið var eftir af tímanum og hefði við mátt vera öruggari - en skotið hjá Fylkismanninum (sem við rétt náðum ekki að koma í veg fyrir) var hreinlega óverjandi.
Sóknarleikur okkar einkenndist af misheppnuðum stungusendingum. Tækifærin voru samt næg og við hefðum rúllað þessum leik upp ef sendingar hefðu verið aðeins betri og ákveðnari.
Við skoruðum þvílíkt flott mark - eftir klassa spil vinstra meginn. Gulli smellhitti boltann og klárlega eitt af fallegri mörkum í ár.
En samt var ekki mikinn mun að sjá á liðunum - Með smá meiri krafti hefðum við getað fengið alla veganna eitt stig.
- - - - -
4 Comments:
Þú gleymdir að segja frá þegar ég skaut í slána hjá okkur á markinu okkar
Þið mynduð skora meira ef að þið spilið með tvo frammi 4-4-2, ekki spila einum færri aftur
þetta átti að sjálfsögðu að vera 4-4-2. tek etta algjörlega á mig. ánægður með að einhver tók eftir essu. .is
Hey Ingvi nennirðu að láta inn miðann um Jón Arnar?
Post a Comment
<< Home