Sunday, November 06, 2005

Leikir v Val!

Sælir.

Eldra árið keppti sína fyrstu æfingaleiki um helgina og það við Val. Það gekk mjög vel í báðum leikjum og aldrei hætta á öruggum sigri, nema kannski rétt í byrjun fyrri leiksins.

En hérna er allt um leikina - með betri lúkki en í fyrra :-)

- - - - -
Dags: Laugardagurinn 5.nóvember 2005.
Völlur: KR-gervigrasið.
Tími: kl.13.30 - 14.45.

Þróttur 8 - Valur 2.
Staðan í hálfleik: 4 - 1.

Mörk: Bjarki Steinn 2 (8 mín - 63 mín) - Daníel Ben 3 (11 mín - 31 mín - 40 mín) - Einar Þór 16 mín - Ævar Þór 58 mín - Bjarki Þór 61 mín.
Maður leiksins: Daníel Ben.

Vallaraðstæður: Völlurinn klassi - smá kuldi en ekkert til að væla yfir. Lítið rok - pínku rigning í smá tíma.
Dómarar: Egill og þjálfari Vals.

Liðið (4-4-2): Anton í marki - Einar Þór og Gylfi Björn bakverðir - Jónas og Jakob Fannar miðverðir - Arnar Már og Guðlaugur á köntunum - Ævar Hrafn og Bjarki Þór á miðjunni - Daníel Ben og Bjarki Steinn framm - Símon, Aron Ellert og Flóki ferskir inn á í fyrri.
Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Við byrjuðum leikinn svona allt í lagi - reyndar komust Valsmenn nokkrum sinnum í gegn en við náðum að verjast vel - Þeirra besti maður var frammi og komst hann 3 sinnum einn í gegn - en Anton hafði alltaf betur - og varði einu sinni alveg frábærlega.

Við náðum svo að komast yfir með klassa marki frá Bjarka Steini sem fékk snilldar bolta inn fyrir - og við héldum svo yfirhöndinni út allann leikinn. Þeir náðu að minnka muninn í 3-1 en lengra komust þeir ekki.

Í heildina var þetta klassa leikur - mörg rosalega flott mörk - trekk í trekk settum við senterana inn fyrir í góð færi - vörnin var vel talandi og hélt vel (fyrir utan fyrstu mínúturnar). Í fyrra markinu sem við fengum á okkur vantaði bara hársbreidd að ná boltanum - en seinna markið var frekar ódýrt. Við hefðum mátt skjóta aðeins meira á markið - og fara aðeins meira upp vinstra megin.

En ánægður með ykkur - manni langar helst til að fylgja þessum leik eftir með öðrum leik fljótlega - ég vinn í því!

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 5.nóvember 2005.
Tími: kl.16.00 - 17.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 3 - Valur 0.
Staðan í hálfleik: 3 - 0.

Mörk: Bjarmi 2 (14 mín - 16 mín) - Bjarki B (18.mín).
Maður leiksins: Bjarki B.

Vallaraðstæður: Völlurinn okkar snilld - fínt veður - ekkert rok og smá sól.
Dómarar: Foreldri í Val.

Liðið (3-3-1): Snæbjörn í marki - Hreiðar og Viktor og Gunnar Björn í vörn - Atli Freyr og Arnar Páll og Tumi á miðjunni - Bjarki B frammi - Jónmundur, Davíð Hafþór, Ágúst Ben og Bjarmi ferskir inni á fyrri.
Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Valsmenn mættu bara með 8 leikmenn þannig að við minnkuðum völlinn og spiluðum við þá 8 v 8 á lítil mörk. Ekki alveg það sem við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir - en létum okkur hafa það.

Við spiluðum vel - náðum alveg að venjast vellinum en það reyndist samt erfitt að komast nálægt marki til að skjóta. Þeir þrengdu vel en á endanum náðum við að prjóna okkur í gegn - fyrsta markið var klassa skot hjá bjarma - svo kom hann með annað - og stuttu seinna potaði bjarki boltanum inn. En þar við sat - við náðum ekki að bæta við þrátt fyrir nokkur færi í seinni hálfleik.

Það var ekki mikil hætta hjá þeim - helst náði leikmaður nr.10 að komast í gegn - annars lokaði Snæbjörn á allt.

Fínn sigur - og það er bara leikur fljótlega aftur - 11 v 11!

- - - - -

2 Comments:

At 10:38 PM, Anonymous Anonymous said...

ingvi, sko við spiluðum á gervigrasinu i laugardal semsagt okkar æfingasvæði ekki á kr velli.

kv.davið hafþor

 
At 4:01 PM, Anonymous Anonymous said...

Hver er Ævar Þór;);)

 

Post a Comment

<< Home