Frjáls mæting - fimmtudagur!
Hey hey.
Það var massa góð mæting hjá yngra árinu í Laugar í gær - og fínn
tími hjá Jóni Arnari. Líka nett æfing hjá eldra árinu - á tvö stór
mörk. Við tókum maður á mann (sem kobbi fílaði í botn) og átti
ég ferlega slakan dag í markinu.
Mætingin á foreldrafundinn í gær hefði getað verið betri - en ég meila
fljótlega á foreldra því helsta sem farið var í á fundinum.
- - -
Alla veganna: Í dag, fimmtudag, er aftur aukaæfing. Hún er hugsuð
fyrir þá sem missa pottþétt af mánudags eða miðvikudagsæfingunum!
Hún er kl.16.00 í dag - annað hvort á tennisvellinum eða gervigrasinu.
Algjörlega frjáls mæting.
Á morgun æfa svo bæði árin kl.14.30-16.00 á gervi.
Og munið leikina við Fylki á sunnudag.
Sé ykkur
Ingvi
0 Comments:
Post a Comment
<< Home