Friday, February 20, 2009

Helgin!

Sælir höfðingjar.


Takk fyrir í gær - ansi margir duttu á Samfés ball, eins gott að menn hafi verið eins og ljónið á dansgólfinu þar.


Það var augljóslega frí á dag, laugardag, en "audda" mættu allir upp í Egilshöll kl.15.00 að horfa á kallinn klúðra færi ársins. Unnum reyndar ÍBV 3-1 - algjörlega komin tími á sigur.

En á morgun, sunnudag, er í fyrsta lagi konudagurinn :-) En svo er líka spilæfing hjá okkur. Vona að Teddi hafi minnt ykkur á hana á föstudaginn, og að þið hafið hlustað á Tedda:

- Sun - Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.13.00 - 14.15.


Létt og laggott. Ætlum (loksins) að spila á stórann völl. Þannig að ég vona að menn séu klárir, sérstaklega þeir sem hafa lítið mætt að undanförnu. 4 leikmenn frá okkur spila með B liði 3.flokks á undan þannig að menn geta mætt aðeins fyrr. Þið smessið á félagann.

Hafið það svo fanta gott,
Ingvi og Teddi.

- - - - - -

4 Comments:

At 10:23 PM, Anonymous Anonymous said...

Kem ekki á æfingu á morgun þar sem ég má ekki spila

 
At 1:48 AM, Anonymous Anonymous said...

roger. teddi ætlaði svo að láta þig fá hlaupaprógramm! heyri í þér á mán.

 
At 8:00 AM, Anonymous Anonymous said...

verð kannski seinn vegna þess að ég er á móti hjá litla bróðir mínum í njarðvík

 
At 11:26 AM, Anonymous Anonymous said...

ok!

 

Post a Comment

<< Home