Thursday, February 26, 2009

Fim - aukaæfing!

Sælir meistarar.

Nokkuð margir tóku við sér í gær og smelltu úrslitum í "commenti". Þjálfarar náttúrulega mjög ánægðir með úrslitin. Björn Sigþór og Arnar giskuðu á rétta tölu og eiga því báðir inni boðsmiða í Laugarásbíó. Teddi fékk hins vegar gula spjaldið fyrir að giska eftir leik!

En við ætlum að hittast aukalega í dag, fimmtudag. Þeir sem eru í vetrarfríi æfa snemma inni í Langholtsskóla en aðrir mæta á gervigrasið:

- Innanhúsæfing - Langholtsskóli - kl.14.00 - 15.20 : Yngra ár í Langó og Vogó.

- Spilæfing - Gervigrasið - kl.16.00 - 17.20 : Allt eldra árið + Yngra árið í Laugó + Nonni :-)

Mæta með allt innanhúsdót (það er bara snögg sturta hjá þeim sem eru að fara í bíó). Vitum svo af nokkrum á handboltaæfingu, komið bara aðeins of seint.

Ca. vika í fyrsta leik í Rvk mótinu - förum nú að mæta eins og ljónið og gera okkur klára.

Annars bara líf og fjör.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

3 Comments:

At 1:33 PM, Anonymous Anonymous said...

kem ekki er veikur ):

 
At 2:59 PM, Anonymous Anonymous said...

fermingafræsla.
mundi koma í gær á æfigu en það var enginn æfing og heldur enginn fermingafræsla svo verð að fara í fermingarfræðslu.
kveðja Gunnar Reynir

 
At 4:46 PM, Anonymous Anonymous said...

Daníel og Viktor eru að fara í sumarbústað. Koma heim seinnipartinn á laugardaginn.

 

Post a Comment

<< Home