Monday, February 16, 2009

Jeps!

Sælir strákar.

Vill bara rétt minna á að það er frí á morgun, þriðjudag, hjá yngra árinu. Í staðinn hittumst við svo allir á miðvikudaginn þar sem við tökum aðeins á því og sitjum svo flottann fyrirlestur um hæfileikamótun í stóra salnum.

Minni samt á markmannsæfinguna niður í Þrótti á morgun!
En ég auglýsi miðvikudaginn svo betur á morgun.

Annars var ágætisæfing í dag - Teddi með ferska sendingaræfingu á meðan kallinn var með "old school" æfingu! Spáum aðeins í atriðin sem við getum bætt (koma betur á móti boltanum - tala með sendingunni - snúa rétt þegar við tökum á móti boltanum - sparka ákveðið innanfótar í boltann og fylgja betur eftir með sendingarlöppinni).

Annars nettir.
Sjáumst á miðvikudaginn,
Ingvi "still 29" og Teddi "40+".

p.s. reynið svo að muna hvort þið skuldið kallinum fyrir eitthvað af eftirtöldu: fyrir tímann í Laugum fyrir jól - fyrir pizzunni fyrir jól - fyrir tímann í boot camp þarsíðasta sunnudag eða fyrir snúðnum núna á sunnudaginn!!

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home