Monday, February 23, 2009

Þrið!

Sælir kjappar.

Setti 10 bónusstig á Tedda fyrir æfinguna í dag - virkilega flottar æfingar og þeir leikmenn sem gerðu allar æfingar vel og á fullu, græddu heilmikið. Þær voru vissulega margar, og það er ekkert gefið að það sé spil á öllum æfingum - þetta er allt "part of the game" eins og maður segir.

Nett að sjá Bjarka aftur, sem og Pétur Jökul. Líka fleiri sem voru rólegir í síðustu viku en mættir aftur á fullu - skammaði líka nokkra fyrir að hafa ekki látið vita af sér, en það var flott mæting í dag og allt á góðu róli.

Æfing hjá yngra árinu á hefðbundnum tíma á morgun, þriðjudag:

- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Markmannsæfing á undan. Skjótum svo meira á þá þegar þeir koma til okkar.

Frétti að eldra árið hafi vælt úr frí á miðvikudaginn (öskudag) en þá verður æfing í staðinn á fimmtudaginn (og jafnvel í fyrri kantinum). Set svo vonandi tímana fyrir æfingaleikina inn á morgun.

Meistaradeildin er líka annað kvöld - checkið á þessari síðu. Hægt er að kíkja á leikina niður í Þrótti í vídeóherberginu. Man.Utd v Inter Milan er annað kvöld, en Real Madrid v Liverpool á miðvikudaginn, auglýsi hann betur á morgun :-)

Sjáumstum.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

1 Comments:

At 2:30 PM, Anonymous Anonymous said...

Er veikur ! kemst ekki í dag !vonandi á fimmtudag

nonni

 

Post a Comment

<< Home