Saturday, August 20, 2005

Leikur v ÍA!

Heyja.

Síðasti leikur Íslandsmótsins var á föstudaginn. Gerðum allt
í lagi ferð upp á skaga. Þar var (já, ótrúlegt en satt) rok. En nokkuð
ánægður með mannskapinn. Allt um leikinn hér:

- - - - -

Íslandsmótið - Valbjarnarvöllur - Laugardagurinn 13.ágúst kl.16:00-17:15
Þróttur 1 - ÍA 3
Staðan í hálfleik: 1 - 1
Liðið (4-5-1): Tommi - Haukur - Pétur H - Maggi - Ágúst P - Gulli - Þorsteinn Hjalti - Einar - Sveinn Ó - Davíð Hafþór - Pétur Dan + Hreiðar Árni - Flóki - Jónmundur - Óskar.
"barcelona"
Mörk:
Einar
Maður leiksins: Einar
Almennt um leikinn:

Það var ekkert spes veður upp á skaga - en menn voru ekkert að væla og kláruðu leikinn - allar 70mín. ekkvað sem við höfum stundum klikkað á í sumar.

En fyrri hálfleikur var fínn. fengum samt á okkur ódýrt mark - boltinn lufsaðist einhvern veginn inn fyrir og ía-gaur var á undan okkur og potaði honum inn. En við héldum á fram og náðum að jafna fljótlega. fínt mark. vindurinn var líka með okkur í fyrri hálfleik en við hefðum átt að nýta það meira með fleiri skotum og jafnvel einu marki.

Þeir komu sterkari til leiks í seinni hálfleik og sóttu frekar stíft á okkur. Þeir fengu svo ódýrt víti snemma og skoruðu úr því. Þetta tók smá kraft úr okkur og vorum ekki nógu duglegir að reka út og setja meiri pressu á þá. Það vantaði svo alltaf örlítið upp á að komast inn fyrir vörn þeirra. en það var erfitt þar sem við vorum bara með einn mann frammi - og sterkann vind á móti okkur.

En ég var ánægður með alla - þeir sem komu inn á voru ready og stóðu sig vel. Við spiluðum náttúrulega á aðalvellinum og vona ég að menn hafi fílað sig soldið og hafi notið þess að spila þar.
Ágætis ferð og þar með er síðasta leiknum á íslandsmótinu í sumar lokið. kviss bamm búm.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home