Sunday, August 14, 2005

Leikur v BÍ!

Heyja.

Það var einn leikur í dag við BÍ. Loksins var keppt var á Valbjarnarvelli.
Leikurinn var seint á laugardegi og greinilegt að sá tími var ekki spes
fyrir okkur! Allt um leikinn hér:

- - - - -

Íslandsmótið - Valbjarnarvöllur - Laugardagurinn 13.ágúst kl.16:00-17:15
Þróttur 0 - BÍ 5.
Liðið (4-4-2): Anton - Óttar Hrafn - Þorsteinn Hjalti - Bjarmi - Magnús Ingvar - Ólafur M - José - Baldur - Róbert - Ólafur Ó - Auðun + Atli Freyr - Viktor - Símon - Arnar Páll - Bjarki Steinn.

"barcelona"
Maður leiksins: Bjarmi.
Almennt um leikinn:


Þetta var mjög skrýtinn leikur! Einhvern veginn vorum við alltaf inn í leiknum - og svo sem engin hætta á okkur mark. Leikurinn fór að mestu fram fyrir miðju vallarins. En svo inn á milli náðu þeir að skora fimm mörk! alveg merkilegt. Anton átti fínan dag í markinu og ekkert við hann að sakast. Við misstum einbeitingu við og við og vorum alls ekki nógu þéttir fyrir í vörninni. Varnarlínan verður að vera að kjafta allann leikinn - til að halda línu, "droppa" þegar það þarf, láta vita þegar það þarf að taka við andstæðingi o.s.frv.

Það vantaði allt tal að vanda. Vantaði eiginlega að allt liðið "fúnkeraði" sem lið!

Mörkin þeirra voru öll svipuð. Við misstum mennina inn fyrir okkur og held ég að sami leikmaðurinn hafi skorað 3 eða 4 mörk.

Eins fannst mér að við vorum hræddir við þá. sérstaklega turnana tvo í miðverðinum hjá þeim. Auðun var sá eini sem fór í þá á fullu. Það vantaði líka allt bit í nokkra leikmenn. það var nánast labbað á köflum og það á ekki að sjást á fótboltavellinum.

En við náðum klassa spili á köflum. Fengum boltann oft upp vinstra megin í fyrri hálflleik og vantaði bara herslumunin á að setja mark. Tókum kannski of mikinn tíma í klára hlutina.

En það er svo einn leikur eftir - á móti Víði/Reyni á þriðjudaginn. við ættum alveg að vera komnir með það á hreint að A liðin hjá þessum liðum utan að landi eru sterk og spila grimmt. Við verðum að koma til leiks tilbúnir í átök. ok sör.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home