Leikir v Víði/Reyni og Val!
Sælir.
Það voru tveir leikir í dag í rigningunni og völlurinn var orðinn
að sundlaug undir lok seinni leiksins. Það fékk alla veganna Óttar
að kynnast. 1 sigur og 1 tap staðreynd. Allt um kaffið hér:
- - - - -
Íslandsmótið - TBR völlur - Mánudagurinn 16.ágúst kl.17:00-18:15
Þróttur 1 - 6 Víðir/Reynir.
Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Liðið (4-4-2): Binni - Gylfi Björn - Oddur - Þorsteinn Hjalti - Hákon Arnar - Matti - Einar - Villi - Ólafur M - Atli S.
"barcelona"
Mörk: Einar
Maður leiksins: Einar
Almennt um leikinn:
OK, ég verð bara að segja alveg eins og er að tapa þessum leik og það með 5 mörkum er einn sá mesti aumingjaskapur hjá okkur í sumar, alveg klárt mál að áttum að geta tekið þetta lið.
Fyrri hálfleikur var allt í lagi hjá okkur. Sköpuðum okkur sossum ekkert dauðafæri en að sama skapi áttu þeir enginn færi, þangað til að þeir skora þegar 10 sek voru eftir að fyrri hálfleik, svona getur auðvitað gerst en mér fannst við full sofandi þarna.
Að mínu mati vantaði aðallega uppá liðsvinnuna, menn voru of mikið að reyna vinna leikinn uppá eigin spýtur og það einfaldlega gengur ekki upp. Það vantaði sérstaklega uppá það í vörninni þar sem menn voru bara einhvern veginn ekkert að bakka hvern annan upp. Við opnuðum einfaldlega völlinn fyrir þá í þessum fáu sóknum þeirra með því að vera ekki þéttir varnarlega, þ.e.a.s. menn voru ekki að beina boltanum út á kant þar sem minnsta plássið er á vellinum. En eins og ég segi þá vorum við ekki að vinna eins og lið í seinni hálfleik og það gengur ekki upp í fótbolta, við áttum ekki nógu góð skot, þau voru laus og alltaf beint á markið, markmaðurinn þeirra þurfti aldrei að taka mikið á því. Þannig fór um sjóferð þá.
- - - - -
Íslandsmótið - TBR völlur - Mánudagurinn 16.ágúst kl.18:30-19:45
Þróttur 10 - 1 Valur.
Staðan í hálfleik: 4 - 0.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Viktor - Símon - Atli Freyr - Gunnar Æ - Bjarki Steinn - Bjarki Þór - Óttar Hrafn - Arnar Páll - Óli Ó - Halli + Diddi (5.fl) - Stebbi (5.fl) - Nonni (5.fl).
Mörk: Óli Ó 3 - Bjarki Steinn 3 - Bjarki Þór 2 - Halli - Atli Freyr.
"barcelona"
Maður leiksins: Símon
Almennt um leikinn:
Loksins kom að hinum fullkomna leik hjá ykkur. Það gekk nánast allt upp. Klassa mörk sem hefðu getað verið fleiri. Sterk vörn sem hélt vel. Varnarlínan var betri en oft áður.
Maður finnur það líka hvað það er gaman þegar menn vinna saman - taka vel á því og útkoman er mark. Þið funduð í stöðunni 3-0 að það yrði ekki sjens að þið mynduð leyfa Val að komast inn í leikinn. Svona á það alltaf að vera.
En eins og sagði var völlurinn ekkert spes. Hann var orðinn mjög blautur og erfitt var að senda stuttar sendingar á milli - það vantaði aðeins upp á kraftinn hjá sumum þar. Við náðum oftast að komast upp kantana og þar sjáið þið hvað það er gott að gefa vídd og taka svo "rönnið".
Allir í liðinu eiga hrós skilið fyrir góðan leik. Símon var samt manna duglegastur og átti súper leik í miðverðinu.
Svo er síðasti leikur þessa liðs á föstudaginn á móti ÍA. Klárum hann með sæmd.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home