Leikur v Fylki!
Heyja.
Það var einn leikur í dag við Fylki. Keppt var á geggjuðum
tbr vellinum. Mjög líkur fyrri leikjum okkar í mótinu. margt
gott en vantaði að klára dæmið. allt um leikinn hér:
- - - - -
Íslandsmótið - TBR völlur - Föstudagurinn 12.ágúst kl.16:00-17:15
Þróttur 1 - Fylkir 3
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Pétur Dan - Einar Þór - Gulli - Daði - Ágúst Ben - Gunnar Ægir - Aron Ellert - Davíð Hafþór - Arnar Már - Hafliði + Daníel - Óskar - Sigurður Einar - Jónmundur.
"barcelona"
Mörk: Arnar Már.
Maður leiksins: Gulli.
Almennt um leikinn:
Eins og sagði þá var þetta var mjög líkur fyrri leikjum okkar í sumar - við börðumst nokkuð vel og settum alveg á þá í byrjun. hefðum átt að setja annað mark í fyrri hálfleik en vorum óheppnir. Þeir voru nokkuð sterkir - með stóra og sterka stráka á miðjunni og frammi. En við náðum alveg að halda þeim niðri.
Það vantaði samt að menn komu boltanum alla leið inn fyrir á okkar sentera. Boltinn hafnaði eiginlega alltaf í löppunum á miðherjunum þeirra og svo sóttu þeir hratt á okkur. Þetta verður erfitt til lengdar - að komast ekki lengra og þurfa alltaf að fara verjast strax aftur.
Menn máttu líka kalla aðeins betur en samt fer það batnandi. Sérstaklega þurfa varnarmennirnir að vera allann leikinn að garga því þeir þurfa að halda línu og svo stundum "droppa" þegar þeir sjá að löng sending er að koma. eins að láta næsta mann vita ef hann á að taka við andstæðingi.
Flestir börðust ágætlega en samt þurfa sumir að vera ákveðnari. Klára sinn mann alveg. og dekka rétt í hornum. En mér sýnist allir vera komnir með það á hreint.
Það er svo aftur leikur fljótlega. Á móti val á þriðjudaginn. og svo á móti ÍA næsta föstudag. Höldum áfram - það fer að koma að sigri.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home