Leikir v HK!
Heyja.
Í gær voru síðustu leikir A1 og B1 í íslandsmótinu.
Það fór vel - unnum í A og náðum að jafna í lokinn í
B. Read it:
- - - - -
Íslandsmótið - HK-völlur - Fimmtudagurinn 18.ágúst kl.16:00-17:15
Þróttur 4 - HK 3
Staðan í hálfleik: 3 - 1
Liðið (4-5-1): Binni - Matti - Aron H - Valli - Stymmi - Einar - Jónas - Oddur - Villi - Tommi - Danni Ben + Auðun - Bjarmi.
"barcelona"
Mörk: Einar - Stymmi - Danni Ben - Tommi
Maður leiksins: Villi
Almennt um leikinn:
Náttúrulega yndislegt að klára síðasta leikinn á mótinu svona. 3 stig og enduðum þar með með í 5.sæti í A riðli með 16 stig - einu sæti frá úrslitakeppninni! en meir um það seinna!
Byrjuðum leikinn ótrúlega vel - eins og við töluðum um. Vorum sterkari allan leikinn miðsvæðis - eins og við töluðum um. Töluðum meira en vanalega og vorum duglegir að hvetja hvorn annan - eins og við töluðum um.
Þeir fengu 3 færi í fyrri hálfleik og náðu að skora einu sinni. Þá vorum við alltaf of flatir og Haffi náði að stinga okkur af og drusla boltanum í netið. Hann var næstum búinn að gera nákvæmlega hið sama nokkrum mínutum seinna en sem betur fór hafði Binni betur.
3-1 í hálfleik og ef þeir myndu setja annað yrði strax komin mikil pressa á okkur. En við bættum þá í og settum fjórða markið. algjörlega snilldar mark þar sem Auðun fékk boltann inn fyrir - stakk gaurinn alveg af og náði að senda boltann inn fyrir á tomma. brill.
Þurfti svo að þjóta (ég veit) - þannig að eymi bætir kannski einhverju inn hér - því við fengum víst á okkur tvö mörk fyrir leikslok - en náðum samt að halda út og klára leikinn 4-3. eins og áður sagði - snilld að enda sumarið með sigri.
- - - - -
Íslandsmótið - HK-völlur - Fimmtudagurinn 18.ágúst kl.17:30-18:45
Þróttur 2 - HK 2
Staðan í hálfleik: 0 - 1
Liðið (4-4-2): Anton - Kobbi - Aron E - Baldur - Maggi - Auðun - Ævar Hrafn - Bjarmi - Arnar Már - Ingó - Óli M + Gulli - Símon - Snæbjörn - José - Einar Þór.
Mörk: José - Ævar Hrafn.
Maður leiksins: Aron E
Almennt um leikinn:
Jemm jemm, síðasti leikurinn hjá ykkur í sumar...náttúrlega alger snilld að koma til baka í 0-2 og bara fínasta jafntefli. Það er allavega skemmtilegra fyrir okkur að gera jafnteflið heldur en fyrir HK-gæjana.
ENN...við byrjuðum leikinn mjög vel áttum náttúrulega að fá víti þarna...enginn spurning með það en slíkt kemur fyrir í þessari yndislegu íþrótt. Svo förum að slaka alltof mikið á, þeir komast fljótlega inní leikinn og leikurinn varð bara jafn. Þeir ná að skapa sér færi og skora mark. Þá byrjar sagan endalausa hjá okkur, við fáum dauðafæri og náum bara ekki að nýta þau...og staðan 0-1 í hálfleik.
Fyrstu 10 í seinni hálfleik eru svo ömurlegar hjá okkur, þeir fá víti, skjóta fram hjá en uppúr útsparkinu fá þeir boltann, labba í gegn og skora. Þarna vöknum við og hófst þá alger einstefna. Ævar skorar mark beint úr aukaspyrnu og svo skorum við mjög gott mark þar sem við náum góðri fyrirgjöf og José klára dæmið af harðfylgi. Við gátum allveg sett annað mark í kjölfarið en allt kom fyrir ekki og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan.
Síðasti leikur sumarsins staðreynd hjá þessu liði. Við kíkjum á heildarárangurinn fljótlega og tuðum aðeins yfir því sem við þurfum að bæta okkur í. Nú svo er bara að gera betur á næsta ári og koma sér í úrslitkeppnina.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home