Leikur v ÍR!
Sælir.
Síðustu heimaleikirnir hjá A1 og B1 voru í dag við ÍR.
Keppt var á iðagrænum og blautum TBR velli. Úrslitin
ekki alveg nógu góð en mikil bæting í gangi frá síðasta leik.
Verð hugsanlega að taka á mig smá klikk - ganga upp esjuna
degi fyrir leik ekki sérlega prófessional - en þótt að menn fyndu soldið
fyrir því í lærunum keyrðu langflestir sig alveg út í dag og stóðu
sig vel. Samt má bögga mig á morgun. Væntanlega ekki ógeðisæfing
á morgun - enda síðasta æfingin hja Sigga Inga - verður ekki að vera
gúff og svona! En allt um leikina hér:
- - - - -
Íslandsmótið - TBR völlur - Fimmtudagurinn 11.ágúst kl.16:00-17:15
Þróttur 0 - ÍR 3.
Liðið (4-4-2): Binni - Ingimar - Aron H - Valli - Jónas - Einar - Siggi - Oddur - Matti - Viggó - Danni Ben + Stymmi - Tommi - Ingó - Egill.
"barcelona"
Maður leiksins: Oddur
Almennt um leikinn:
Það var greinilegt að menn ætluðu að selja sig dýrt í dag. Allur fyrri hálfleikurinn var góður og þá sérstaklega síðustu 1o mín. Vantaði hársbreidd að við myndum skora tvisvar sinnum. Áttum fleiri skot en vanalega og vorum bara frekar líklegir. Það var samt soldið um lélegar sendingar - völlurinn náttúrulega blautur og hafði það eitthvað að segja - en verðum samt að vera aðeins agaðri þegar kemur að stuttu spili. Var ótrúlega ánægður með þegar ingó fékk boltann í lappirnar og lagði hann á miðjumann. skapaðist þar nokkur hætta en vantaði loka slúttið.
Einstaka sinnum vantaði tal en það var þó betra en í síðasta leik.
Vörnin var nokkuð þétt og komust þeir aldrei einir inn fyrir. Fyrsta markið þeirra var frekar ódýrt og kom á 6 mín. ír-ingur var frekari en við og náði frákasti eftir horn. vantaði smá frekju hjá okkur.
Við byrjuðum seinni hálfleikinn ágætlega en náðum ekki að jafna. í staðinn setja þeir annað mark undir miðjan hálfleikinn eftir tvö mistök hjá okkur - sló okkur soldið út af laginu. en héldum þó áfram. sérstaklega óheppnir að klára ekki einn deddara. hefði verið ljúft að setja eitt. alveg undir lokinn kemur svo þriðja markið þeirra - hefðum líka getað gert betur í því marki.
Eins og sagði áður gæti hafa verið þreyta í mönnum - leikurinn við ía var á mán, æfing á þrið, fjallganga í gær og svo þessi leikur. baráttann var samt í lagi í leiknum. vantaði aðeins upp á að setja boltann í netið. Var ánægður með vinnsluna á miðjunni - ánægður með yngra árs strákana í bakverðinum - markverðirnir öruggir og oft klassa spil milli manna.
Við slúttum svo vikunni með stuðæfingu í dag. svo nett helgarfrí. og síðasti leikurinn í næstu viku við HK.
Það er svo gaman að segja frá því að Ingvi sagði að við ætluðum að fá 70% færri mörk á okkur en 70% af 10 er 7 sem þýðir að þið gerðuð nákvæmlega það sem Ingvi sagði.
- - - - -
Íslandsmótið - TBR völlur - Fimmtudagurinn 11.ágúst kl.7:30-18:45
Þróttur 1 - ÍR 2.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Gylfi - Baldur - Aron - Kobbi - Arnar Már - Stymmi - Bjarmi - Ævar H - Auðun - Tommi + José - Bjarki Þór - Einar Þór - Gulli.
"barcelona"
Mörk: Baldur
Maður leiksins: Aron
Almennt um leikinn:
Það var frekar sorglegt að tapa þessum leik - og eins og svo oft áður í sumar hjá þessu liði vorum við eiginlega betri aðilinn án þess að klára dæmið. Fengum á okkur verulega svekkjandi víti snemma í leiknum - í raun ekki baun víti. en svona er boltinn. Við létum ekki markið setja okkur út af laginu sem er mjög gott og hófst þá gríðarleg einstefna að marki ÍR-inga. Það var alger snilld að sjá hvernig við gjörsamlega yfirspiluðum þá í fyrri hálfleik, það eina sem vantaði var það að klára sóknirnar með skoti, en í þau skipti sem við náðum að klára með skoti þá vorum við of lengi og náðum ekki nógu góðu skoti. Við áttum þó tvö dauðafæri plús stangarskot og við algerir klaufar að klára það ekki. 0-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var ekki jafngóður og sá fyrri, enda menn kannski þreyttir eftir vikuna. En það megiði eiga kallkútarnir mínir að þið gefist aldrei upp, og það uppskar aldeilis þegar við skoruðum mark, smá heppnisstimpill yfir, Baldur með klafs-skot og boltinn fer í ÍR-ing og inn. Nú leikurinn heldur áfram og við eigum hverja sóknina á fætur annari en allt kemur fyrir ekki, boltinn fer bara ekki inn. Svo fá þeir horn þegar 34:30 eru komnar á klukkuna og skemmst er frá því að segja að við skorum sjálfsmark og má segja að þið hafið lært eitthvað af meistaraflokk Þróttar (leikurinn við Fram).
En við fengum allavega staðfestingu á því að við erum með betra lið en ÍR vörnin var mjög góð sem og miðjumenn, það vantaði bara aðeins upp á slúttið en það kemur og nú er eins gott að við sýnum það líka á stigatöflunni með því að fá 3 stig úr þessum leikjum.
Sjáumstum.
- - - - -
3 Comments:
Það á enn eftir að koma um Rey-Cup
Hvenar Kemur Það ??? :P
Siggi E er að fara í ferðalag í viku..
hvenar verður skrifuð um leikinn við fylki
kv.david hafthor
Post a Comment
<< Home