Monday, December 27, 2004

Innanhúsbolti!

hey hey.
hérna eru nokkrir punktar fyrir mótið á morgun.
kíkið á þá!

Almennt.
  • Vellinum er skipt í fjóra hluta og það er leikið á lítil mörk.
  • Fjöldi leikmanna er 5, þ.e. 4 útileikmenn og markmaður.
  • Frjálsar skiptingar (en skipta verður á miðlínu þegar boltinn er ekki í leik).
  • Spila verður í sokkum, stuttbuxum og treyju, en auk þess er skylda að vera í legghlífum.
  • Markmaður má ekki taka boltann upp með höndum eftir sendingu samherja (sama og vanalega).
  • Í stað innkasts, skal koma innspyrna (og ekki er hægt að skora úr innspyrnu).
  • Rennitæklingar eru alveg bannaðar.
  • Markmaður má ekki taka lengri tíma en 4 sekúndur til að koma boltanum í leik. Hann tekur þá alltaf markkast og verður að henda út fyrir vítateig.
  • ATH - Nýtt: Eftir að markvörður kastar út, má hann ekki koma aftur við boltann nema boltinn hafi farið yfir miðju, eða að mótherji hafi komið við hann. Annars er dæmd óbein aukaspyrna.
  • Leikið verður til úrslita og veitt verðlaun; bikar og gull- og silfurverðlaunapeningar.
  • Leiktíminn er 1*16mín.

Ítarlegt.

Hlaup:

  • Sóknarmenn krossa.
  • Varnarmaður og sóknarmaður krossa.
  • Sóknarmaður býður sig alveg til markmanns (losnar um hinn sóknarmanninn).
  • Varnarmenn bjóða sig og fá boltann – aftur á markmann sem sendir langan bolta fram.
  • Ath: vídd.

Annað.

  • Alltaf að sækja á þremur leikmönnum.
  • Alltaf taka þríhyrninga uppi við.
  • Markmaður kemur upp með boltann.
  • Alltaf að bjóða sig vel fyrir markmann.
  • Vera nálægt öllum mönnum, pressa vel (sérstaklega eftir mörk og þegar markvörður er í vandræðum).
  • Sóknarmenn sérstaklega duglegir að hjálpa til í vörninni. Keyra sig út.
  • Tala og vera með læti.
  • Vanda allar sendingar á okkar vallarhelmingi.
  • Skjóta sem mest.
  • Þjappa vel í vörn.
  • Vera óhræddir, sýna sjálfsöryggi og taka menn á.

koma svo.is

0 Comments:

Post a Comment

<< Home