Saturday, December 04, 2004

Þróttur - Fjölnir!

Hey.

Það var svona frekar slök mæting á æfingarnar tvær sem
voru í gær. fámennt en góðmennt! völlurinn slapp alveg.
eymi og egill tóku seinni æfinguna því á sama tíma var eitt lið að keppa við Fjölni
upp í Árbæ.

Í dag, laugardag, keppa svo bæði eldra árs liðin niður í Laugardal, og á morgun
klárast þessi æfingaleikjapakki með leik hjá yngra árinu upp í Egishöll!
Já, leikurinn verður ekki á Fylkisgervigrasi, heldur upp í Egilshöll. mæting kl.10.30.

Þróttur - Fjölnir: 0 - 4.

Enn einn leikurinn þar sem við áttum í raun ágætan leik en fengum
á okkur ódýr mörk. og það eru víst mörkin sem telja. Byrjuðum frekar
illa og voru þeir miklu ákveðnari og grimmari. þeir öskruðu meira og pressuðu okkur
mikið þanngað til þeir voru búnir að skora tvö mörk. Man bara eftir öðru markinu en þá
náðum við ekki að hreinsa í tvígang burtu úr vítateignum. einstakir menn voru alveg
að berjast en eins og svo oft hjá okkur þá er ekki allt liðið samtaka í að djöflast á fullu.
en eftir mörkin þá gengu hlutirnir betur. fínt spila á köflum, á by the way, mjög "snjóugum" velli. það var erfitt að senda góðar sendingar og að móttaka boltann vel, getum kannski afsakað
okkur aðeins á því. áttum meirihlutan af seinni hálfleik, og markið sem þeir skoruðu þá átti
aldrei að koma. fengum svo tvö dauðafæri í seinni sem áttu að rata í netið. fínn leikur - léleg
úrslit.

maður leiksins: Bjarmi
tækling leiksins :-) : Gylfi

0 Comments:

Post a Comment

<< Home