Monday, December 06, 2004

Þróttur - Fjölnir!

Þróttur 3 - Fjölnir 7 (auðun - gulli - sjálfsmark)

Síðasti leikurinn um þessa helgi. Spiluðum sem betur fer í Egilshöllinni og var ótrúlega nett að spila þar. Mætingin var líka ótrúlega góð. Við vorum með tvö 11 manna lið og keppti hver leikmaður í um 50 mín.

Við spiluðum fjóra 20 mín hálfleika og svo tvö styttri hálfleika. Þeir voru svona misgóðir. Það sem vantaði helst hjá okkur var tal og barátta en það voru bara nokkrir leikmenn að taka á því á fullu. Við þurfum líka að laga útspörkin okkar - við lentum of oft undir pressu og vantaði að menn hreyfðu sig og losuðu sig undan fjölnismönnum. Einnig gerðist það of oft að fjölnismenn komust einir í gegn og voru þá varnarmenn okkar of framarlega.
En við sýndum samt góðan varnarleik á köflum og björguðum oft nálægt markinu okkar. Raggi sýndi snilldartakta "trekk í trekk". Mörkin tvö sem við skoruðum voru þvílíkt flott. Og áttum við hæglega að geta skorað fleiri.
Skemmtilegur leikur en þurfum að taka meira á því, ásamt því að vera öruggari á boltanum.

man of the match: Viktor
man of the match: Tumi

0 Comments:

Post a Comment

<< Home