Friday, December 17, 2004

jólakvöldið + leikurinn

hey.

það var góður stemmari á jólakvöldinu á miðvikudag.
góð mæting og flestir í góðu skapi!
vídeóið vakti lukku og kakóið var nett.

- - - - -

við spiluðum svo við Fjölni um daginn.
upp í Egilshöll.

Já það held ég nú...kjeppinn er bara mættur hér fyrir framan tölvuskjáinn að skrifa um leikinn...biðst afsökunar á því hvað ég er seinn með þetta...en það sleppur alveg..jól og sonna.
En semsagt, lið 1 á yngra ári keppti við Fjölni og ljóst er að úrlsitin voru ekki góð. Við byrjuðum hinsvegar af krafti og skoruðum fyrsta markið í leiknum, Símon skoraði það eftir góða skyndisókn. Eftir það sáum við ekki til sólar og fengum 3 mörk á okkur fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik batnaði vörnin reyndar aðeins en samt sem áður fengum við 2 mörk á okkur. Þrátt fyrir það voru markmennirinir okkar að standa sig mjög vel, báðir tveir sem er mjög jákvætt. Það vantaði alltof mikið uppá hugarfarið hjá mörgum leikmönnum og spilið ekki næstum nógu gott. Vinnum með það á æfingum.
Maður leiksins: Ingimar

0 Comments:

Post a Comment

<< Home