Leikir dagins!
Þróttur 3 - Fylkir 3 (tómas hrafn 2 - ingólfur)
ég ætlaði að taka pakkann á liðið fyrir leik en
ákvað að gera það seinna. kannski eins gott!
þurfum samt að bæta:
- mætingu á síðustu æfingu fyrir leik.
- mætingu á leikdag.
en leikurinn byrjaði ekki vel. fengum á okkur mark á
annarri mínútu. og mark nr.3 á fimmtándu mínútu. bæði
eftir horn og slæma hreinsun. 0 - 2 í hálfleik. náðum svo að minnka
munin fljótt - og svo að jafna skömmu seinna. fín mörk hjá tómasi, og
það seinna eftir vítaspyrnu. vorum svo kannski smá kærulausir því
þeir skoruðu aftur fljótlega eftir vítið. EN við hættum ekki og náðum að
jafna tíu mínútum fyrir lok.
vörnin var traust í leiknum og náðu turnarnir þeirra ekkert að komast í gegn
að viti. við misstum þó boltann of oft eins og vanalega - við mættum vera meira
í boði - og loks þurfum við að vinna með sendingar inn fyrir. byrjuðum 5-4-1 en
breyttum í 4-4-2 í hálfleik sem virkaði betur. Þokkalega sáttur við stigið.
man of the match: tómas hrafn
- - - - -
Þróttur 1 - Fjölnir 5 (josé)
Byrjuðum 3-5-2 og spiluðum þannig út allan leikinn. það hentaði okkur
ekki og náðum við aldrei almennilega að spila okkar bolta. við náðum ekki
miðjunni eins og við hefðum átt að gera. það voru of margir inn á sem tóku
ekki á því á fullu og er það svekkjandi fyrir þá sem gáfu allt í leikinn. það versta
við þennan leik, og fleiri hjá okkur, er að engin talar inn á vellinum. menn kalla ekki
nafnið sitt né hrósa félögunum inn á. þetta gildir kannski ekki um alla en samt um heildina.
þetta segir svo margt og verðum við að laga þetta.
við fengum tvö mörk á okkur á fyrstu 20 mínútunum og dregur það alltaf aðeins úr
mönnum (og það mátti ekki við því). við fengum samt nokkur góð færi sem við náðum ekki að
klára. annars voru framherjarnir oftast einir frammi að djöflast án þess að miðjumenn sóttu fram með. vörnin var nokkuð góð og passar það í raun ekki að við fengum á okkur fimm mörk! við spiluðum vel á köflum en sem fyrr fengum við of mörg mörk á okkur.
man of the match: pétur hjörvar
0 Comments:
Post a Comment
<< Home