Wednesday, April 27, 2005

Úrslit!

Sælir.

Það voru tveir leikir við Leikni í gær - og svo einn í dag (sjá hér
fyrir neðan). Góð úrslit í gær. auk þess sem mfl vann. sem sé 3
sigurleikir hjá kjadlinum :-) fékk mér líka "ristarvélapokasamloku"
og kók eftir leik. en allt um þessa leiki hér (gömlu leikirnir fara að
koma - lofa):

- - - - -

Fyrri leikur:
Leiknisgervigras - Þrið 26.apríl - kl.16.30.
Þróttur 3 - Leiknir 1.
Liðið (4-3-3): Snæbjörn - Ingimar - Valli - Oddur - Siggi Ingi - Jökull - Tommi - Einar - Dabbi - Villi - Styrmir + Bjarmi - Aron Ellert.
Mörk: Tommi (víti) - Villi - Jölli.
Maður leiksins: Ingimar
Almennt um leikinn: Það var aðeins eitt lið inn á í fyrri hálfleik en samt náðum við ekki að nýta færin sem við fengum. vorum mun betri en það vantaði vídd hjá okkur og að vera þolinmóðir. einnig hefðum við mátt spila hraðar og unnið betur saman frammi. vorum náttúrulega að spila nýtt kerfi og það tekur tíma að það nýtist eins og við viljum. Það kom svo 15 mín kafli í seinni hálfleik þar sem þeir sneru við dæminu og virkuðu nokkuð sprækir. náðu að skora og sóttu mikið eftir það. við hefðum mátt bakka meira og vinna betur inni á miðjunni. en náðum svo að skora klassa mark og við sat. við áttum fínar sóknir og komust oft í færi. hefðum átt að skora fleiri en sigur er sigur.

- - - - -

Seinni leikur:
Leiknisgervigras - Þrið 26.apríl - kl.17.50.
Þróttur 3 - Leiknir 1.
Liðið (4-4-2): Binni - Símon - Einar Þór - Aron Ellert - Maggi - Bjarki - Hemmi - Ævar - Óli - Auðun - Ási + Anton - Hákon Arnar.
Mörk: Ási - Óli - Auðun
Maður leiksins: Einar Þór.
Almennt um leikinn: Náðum að skora á fjórðu mínútu og hafði það fullt að segja. Reyndar fengum við á okkur ódýrt mark skömmu seinna en eftir það áttum við meirihlutan af leiknum. það sem helst mátti bæta var hin gamla lumma: ýta vörninni út þegar við sækjum. eins mátti miðjan fylgja betur með fram á við. sumir leikmenn voru full daufir - vantar að vera meiri "fól". við nýttum hraða auðuns ágætlega en þurfum kannski aðeins að fínpússa spilið upp í hornin. vörnin var nokkuð traust og markvarslan klassi. klassa mörk sem við skoruðum og bara gott mál að klára leikinn. 3 sigrar komnir og eitt jafntefli (og jú, eitt tap).

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home