Friday, April 22, 2005

Úrslit!

Sælir.

Við kepptum 3 leiki við KR í gær. Einn leikur taldist ekki
með þar sem að aðeins 4 leikmenn mættu af um 14 sem áttu að mæta.
ég veit að það voru fermingar en þetta var ansi slæmt. menn verða að fylgjast
betur með og láta betur vita ef þeir komast ekki. annars eruði í raun
að svíkja liðsfélaga ykkar. er það ekki? bætum þetta - ekki spurning.
hérna kemur allt um leikina þrjá (við erum að vinna í að finna tíma fyrir fjórða leikinn):

- - - - -

Fyrsti leikur:
Gervigrasið í Laugardal - Fim 21.apríl - kl.13.00.
Þróttur - KR: - Frestaður -
Liðið:
Mörk:
Stóð sig skást:
Almennt um leikinn:

- - - - -

Annar leikur:
Gervigrasið í Laugardal - Fim 21.apríl - kl.14.30.
Þróttur 0 - KR 11.
Liðið: Ragnar-
Mörk: ekkert mar :(
Stóð sig skást:
Almennt um leikinn: Eins og í ÍR leiknum þá vorum við ekki mættir í leikinn...vantar talsverða einbeitingu í þennan hóp, þótt að við lendum undir, fjögur eða fimm núll...þá hættum við aldrei, við peppum okkur upp og gerum allt til að fá ekki fleiri mörk á okkur, sóknarmenn verða að bakka og menn verða að fórna sér....tökum á essu næst

- - - - -

Þriðji leikur:
Gervigrasið í Laugardal - Fim 21.apríl - kl.16.00.
Þróttur 5 - KR 1.
Liðið: Snæbjörn - Bjarmi - Ingimar - Valli - Aron Ellert - Siggi Ingi - Aron Heiðar - Dabbi - Tommi - Villi - Ævar + Styrmir.
Mörk: Valli - Aron H - Villi - Dabbi S 2.
Maður leiksins: Valli.
Almennt um leikinn: Datt inn í stöðunni 0-1 og eftir það áttum við allan leikinn. Skoruðum náttúrulega tvö þvílíkt glæsileg mörk. Fyrst jafnaði Valli og síðan kom Aron okkur yfir. þetta kennir okkur kannski að skjóta meira! Og í staðin fyrir að slaka á eins og okkur er lagið þá bættum við bara í og skorðum 3 mörk í lokinn. enda var greinilegt að við ætluðum að vinnna. þannig á það náttúrulega að vera. Þeir voru svo orðnir pirraðir og nýttum við okkur það. Menn voru að djöflast og fara í tæklingar hægri vinstri. þurfum bara að gera aðeins betur í að draga okkur betur út/bjóða okkur meira þegar við erum með boltann. ekki standa og glápa!! good stöff. nú þurfum við bara að komst í 3 w /2 l og næsti leikur á þriðjudag.

- - - - -

Fjórði leikur:
Gervigrasið í Laugardal - Fim 21.apríl - kl.17.30.
Þróttur 1 - KR 1.
Liðið: Binni - Jakob - Maggi - Einar Þór - Símon - Bjarki B - Matti - Hemmi - Óli M - Auðun - Ási + Hákon Arnar - Anton.
Mörk: Ási
Maður leiksins: Bjarki B.
Almennt um leikinn: Ég held að við getum verið frekar ósáttir við að vinna ekki þennan leik. vorum meira með boltann og áttum leikinn alveg. vorum klaufar að fá á okkur mark í byrjun. fengum svo tonn af færum en náðum ekki að hafa síðustu sendingarnar góðar. allt of oft vorum við komnir að endalínu og í staðin fyrir að gefa boltann út þá sendum við beint fyrir eða skutum döprum skotum. En vörnin var traust og komust þeir lítið áfram í seinni hálfleik. Við létum boltann oft rúlla snilldar vel á milli okkar - en stundum gerðum við bara eitthvað við boltann - dúndruðum honum bara eitthvað. við erum betri en það og eigum að vera búnir að sjá fyrir næsta leik og næsta mann. nóg af röfli. eitt stig í hús og það er bara að taka leikni næst.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home