Urslit!
Jebba.
Það var sem sé einn leikur við Fjölni í gær.
Og 3 á morgun, laug.
Allt um leikinn í gær hér:
Fimmtudagurinn 7.apríl. kl.16.45. - Gervigrasið í Laugardal.
Þróttur 2 - Fjölnir 6.
Liðið (4-2-3-1): Binni - Símon - Aron E - Einar Þ - Arnar M - Hákon - Baldur - Ævar - Matthías - Ingó - Hemmi + Bjarki B - José - Óli M - Anton - Magnús I - Auðun.
Mörk: Hemmi - Ingó.
Maður leiksins: Aron Ellert.
Almennt um leikinn:
Í heild var þetta ansi dapur leikur hjá okkur. Við byrjuðum illa - vorum engan veginn á fullu - náðum ekki að senda meiri en 4 sendingar á milli(ekki nóg einbeiting) - töluðum lítið - varnarlínan hefði mátt ýta betur upp (eins og fyrri daginn) og vera alveg í línu. það vantar aðeins betra "conection" milli varnarmannanna aftast. En í raun er ástæðan fyrir tapinu að of fáir voru að leggja sig 100% fram. svo einfalt er það strákar. maður labbar bara ekki í vörn. maður verst alltaf fyrir aftan boltann.
Það sem var kannski jákvætt voru mörkin sem við settum. hluti liðsins lét finna vel fyrir sér og barðist á köflum - við lendum aldrei í vandræðum eftir markspyrnur en það hefur verið mikill höfuðverkur stundum. við náðum fínum sóknum inn á milli og vorum óheppnir að setja ekki fleiri mörk.
en spáum nú í þessum punktum - og byrjum að hugsa um leikinn á móti ÍR.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home