Thursday, April 28, 2005

Meiri úrslit!

Hey.

Við kláruðum svo þriðja og síðasta leikinn okkar við Leikni.
doddi verður brjálaður ef ég segi að þetta hafi verið sanngjarn
sigur!! en hérna er allt um leikinn:

- - - - -
Þriðji leikur við Leikni.
Leiknisgervigras - Mið 27.apríl - kl.16.30.
Þróttur 1 - Leiknir 0
Liðið (4-4-2): Davíð Hafþór - Gunni Æ - Þorsteinn H - Pétur H - Bjarki Þór - Þröstur Ingi - Gulli - Ingó - Óttar - Gunnar Björn - Tumi + Arnar Már - Arnar Páll - Sigurður Einar - Hafliði - Flóki - Óskar - Haukur - Ágúst Benedikt - Pétur Dan - Ágúst.
Mörk: Óskar
Maður leiksins: Þorsteinn Hjalti
Almennt um leikinn: Jamm - Við náðum að klára þennan leik þrátt fyrir að andstæðingarnir lágu í sókn mikinn hluta leiksins. En við vörðumst vel og náðum að klára stigin þrjú. Við náðum ekki að láta boltann rúlla nógu mikið á milli manna. Við vorum mest í að klína boltanum fram og vona að hann myndi lenda á þróttara! við þurftum náttúrulega að nota útileikmenn í markið og kláruðu þeir sig vel af því; davíð hafþór og ingó. vörnin var nokkuð góð með þorstein og pétur í broddi fylkinga. það vantaði eins og ég sagði allt bit fram á völlinn og þar er eins og við gleymum okkur alltaf þegar ýta á út og fylgja með. en fín sigur - við vorum með 9 manns á bekknum og fengu allir að spila en það getur oft sett liðið úr jafnvægi þegar skiptingar eru tíðar. en það reddaðist.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home