Úrslit!
Sælir.
Við kepptum fjóra leiki við ÍR. tvo á föstudaginn og tvo
á laugardaginn. auk þess tók egill æfingu á föstudaginn. sagan
segir að þá hafi menn náð að dobbla egil í lítið hlaup!
alla veganna, hér kemur allt um leikina - aðeins of seint - og kannski ekvað sem vantar!!
- - - - -
Fyrri leikur á föstudegi:
ÍR völlur - Fös 15.apríl - kl.16.30.
Þróttur 1 - ÍR 2.
Liðið: Snæbjörn - Ingimar - Oddur - Valli - Matti - Einar - Aron H - Styrmir - Siggi Ingi - Villi - Danni Ben + Bjarmi - Aron Ellert.
Mörk: Siggi Ingi
Maður leiksins: Vilhjálmur
Almennt um leikinn: Þegar þetta er skrifað þá er um mánuður síðan leikurinn fór fram - algert "slugs" hjá þjálfurum að vera ekki búnir að þessu - en here goes: Leikurinn var svona lala. Við vorum ekki á fullu í leiknum og náðum aldrei að spila okkar bolta á þessari líka herfilegu möl. En bæði liðin þurftu náttúrulega að líða fyrir það. Við fengum á okkur eitt algert klaufamark sem kom þeim í 2-0 - ef það hefði ekki komið þá hefði leikurinn kannski farið öðruvísi. En við náðum að minnka munum og djöflast aðeins eftir það. En samt frekar bitlaust. Sóttum yfirleitt bara á 2-3 mönnum og ýtum og hreinsuðum illa út. Áttum nokkrar lélegar hælspyrnur og brutum á rétt fyrir utan teig. Hefðum mátt vera grimmari í byrjun - létum þá fá of mikið sjálfstraust sem hjálpaði þeim pottþétt. Fín barátta í flestum ekki öllum 11 og því fór sem fór.
- - - - -
Seinni leikur á föstudegi:
ÍR völlur - Fös 15.apríl - kl.18.00.
Þróttur 4 - ÍR 0.
Liðið: Snæbjörn - Símon - Aron Ellert - Einar Þór - Jakob Fannar - Ævar - Hemmi - Bjarki B - Bjarmi - Jökull - Auðun + Maggi - Óli M.
Mörk: Óli M - Ævar - Auðun - Hemmi.
Maður leiksins: Auðun
Almennt um leikinn: Þegar þetta er skrifað þá er um mánuður síðan leikurinn fór fram - algert "slugs" hjá þjálfurum að vera ekki búnir að þessu - en here goes: Áttum allan leikinn og vorum hættulegir fram á við allan leikinn. Fengum fín færi alveg í byrjun en náðum ekki að klára. En vorum á undan að skora og eftir það stjórnuðum við leiknum. Þeir fengu fá færi og virkaði vörnin mjög traust þrátt fyrir mölina. Við vorum svalir á boltann loksins og spiluðum honum vel á milli okkar. Auðun djöflaðist fremst og truflaði ír-inga mikið. hefðum mátt stinga betri boltum á hann en það kemur. Stemmning var í liðinu enda ekki annað hægt þegar gengur svona vel. Þarna sáum við hvað við getum - þurfum bara að sýna svona leiki í hverri viku.
- - - - -
Fyrri leikur á laugardegi:
ÍR-völlur - Laugardaginn 16.apríl - kl. 13:00
Þróttur 4 - 0 ÍR
Liðið: Snæbjörn-Óttar-Pétur-Magnús-Haukur-Ágúst-Þröstur-Auðun-Hafliði-Sveinn Óskar-Óli M + Gylfi-Tumi-Siggi E-Þorsteinn
Mörk: Þröstur 2 - Óli 2.
Maður leiksins: Óli M
Almennt um leikinn: Tókum virkilega vel á því allan leikinn, þrátt fyrir leiðinlegan völl þá spiluðum við alveg ágætlega og náðum að setja 4 mörk, sem er snilld. Það sem geriri snilldina að ennþá meiri snilld er það að við héldum einnig hreinu. Það voru allir að leggja sig hundrað prósent fram og þannig að það að sjálfsögðu alltaf að vera, leikur sem allir eiga að leggja á minnið vegna þess að við spiluðum mjög vel.
- - - - -
Seinni leikur á laugardegi:
ÍR-völlur - Laugardaginn 16.apríl - kl. 14:30
Þróttur 1 - ÍR 11.
Liðið: Ragnar-Gunnar B-Gylfi-Viktor-Bjarki Þór-Pétur Dan-Bjarki Steinn-Arnar Páll-Ágúst B-Guðlaugur-Tumi
Mörk: Tumi
Maður leiksins: Guðlaugur
Almennt um leikinn: Eins og úrslitin bera með sér þá áttum við ekki góðan dag á móti ÍR, og sossum ekki mikið um það að segja. Við verðum bara að gera okkur grein fyrir því að ef við ætlum að ná árangri þá verðum við að vera mættir í leikina, með fulla einbeitingu og með vilja til að sigra leikina punktur.
- - - - -
2 Comments:
það var bjarki sem skoraði markið ekki tumi í leiknum 11-0
sorry
það var bjarki sem skoraði markið í leinum sem fór 11-1 ekki tumi
Post a Comment
<< Home