Monday, April 11, 2005

Úrslit!

Heyja.

Það voru 3 leikir við Fjölni á laugardaginn var. 1 leikur vannst
og tveir töpuðust. Leikirnir voru á gervigrasinu okkar og
sáu egill og eymi um kaffið, á meðan ingvi sat í rútu mest
alla helgina :-(
en allt um leikina hér:

- - - - -

Fyrsti leikur:
Gervigrasið í Laugardal - laug 9.apríl - kl.10.00.
Þróttur 3 - Fjölnir 0.
Liðið: Snæbjörn-Ingimar-Valtýr-Oddur-Bjarmi-Eggert Kári-Tómas-Aron H-Siggi I-Jökull-Daníel Ben + Mattías-Styrmir-Vilhjálmur
Mörk: Danni Ben - Villi 2.
Maður leiksins: Valtýr
Almennt um leikinn:
Klárlega okkar besti leikur til þessa. Byrjuðum með vindi og vorum að nýta vindinn mjög vel fyrsta korterið. Þegar boltinn var ekki að skila sér í netið fórum við hins vegar í þann pakka (sem má aldrei gerast) að reyna alltaf að koma boltanum í fyrstu snertingu innfyrir, en þá rataði boltinn rakleiðis til markmannsins hjá Fjölni. Þrátt fyrir að vera nánast allan tímann með boltann í fyrri hálfleik náðum við ekki að skora, 0-0 í hálfleik. Vorum á móti vindi í seinni hálfleik og náðum að leysa það af stakri snilld. Spiluðum hörku bolta og vorum sterkir í föstum leikatriðum en við náðum einmitt skora tvö mörk úr þeim, Danni Ben eftir horn og Villi eftir aukaspyrnu. Villi náði svo að gulltryggja þetta með marki eftir flotta sókn.
Semsagt, frábær leikur frá okkur, allir virkilega að berjast allan tímann, en þannig á það að vera ALLTAF, skoruðum þrjú góð mörk, héldum hreinu enda fengu Fjölnismenn bókstaflega ekki færi, sem er mjög góð þróun frá fyrri leikjum.

- - - - -

Annar leikur:
Gervigrasið í Laugardal - laug 9.apríl - kl.11.30.
Þróttur 1 - Fjölnir2.
Liðið:Binni-Óttar-Þorsteinn-Magnús-Gunnar Ægir-Hafliði-Pétur-Haukur-Þröstur-Ívar Örn-Auðun + Bjarki B-Jakob-Ástvaldur
Mörk:Þröstur
Maður leiksins: Ástvaldur
Almennt um leikinn:
Byrjuðum leikinn á móti vindi. Eins og í 1. leiknum þá náðum við að höndla mótvindinn nokkuð vel og náðum að skapa okkur nokkur góð færi. En leikurinn var jafn og Fjölnismenn náðu að grípa okkur tvisvar sofandi á verðinum staðan 0-2 eftir 25 mínútna leik. Við náðum ekki að setja mark okkar á leikinn í fyrri hálfleik og staðan því 0-2 í hálfleik. Seinn hálfleikurinn hélt áfram að vera jafn og spennandi. Fjölnir voru þó ívið sterkari framan af og áttu m.a. skot í slá og Binni varði oft mjög vel. En við náðum að koma okkur oft í góða stöðu fyrir framan markið, sérstaklega í föstum leikatriðum þar sem Ási var hreint út sagt að brillera í spyrnunum, áttum skot í stöng og þeir bjarga á línu og ég veit ekki hvað og hvað. Við náum þó að minnka muninn eftir snilldar hornspyrnu þar sem Ási kom með geðveikan bolta fyrir og Þröstur náði að pota honum inn. Nær komumst við þó ekki, súrt 1-2 tap niðurstaðan. Megum þó vera sáttir við okkar frammistöðu lengst af.

- - - - -

Þriðji leikur:
Gervigrasið í Laugardal - laug 9.apríl - kl.13.00.
Þróttur 1 - Fjölnir 5.
Liðið:Ragnar-Viktor-Gylfi-Jakob-Ágúst B- Bjarki S-Arnar Páll-Ástvaldur-Bjarki Þór-Guðlaugur-Tumi + Bolli-Óskar-Flóki-Gunnar B-Pétur Dan-Davíð H
Mörk: Bolli.
Maður leiksins: Tumi
Almennt um leikinn:
Það sem var okkur að falli í þessum leik voru einfaldlega klaufamörk, við vorum ekki nógu öruggir að koma boltanum úr vörninni (t.d. eftir markspyrnur) og mér virtist við einfaldlega vera stressaðir á boltanum. Fengum á okkur tvö víti, skoruðum eitt sjálfsmark og fengum á okkur mjög slæmt mark eftir slaka sendingu til baka á markmann. Rétt skal þó tekið fram að rauðhærður dómari leiksins hataði ekki að koma með ranga dóma sem ekki eru einu sinni til í reglum knattspyrnunnar. Byrjuðum leikinn á móti vindi og vorum einfaldlega ekki klárir í slaginn. Staðan 0-2 í hálfleik. Náðum ekki að nýta okkur meðvindinn nægilega vel í seinni hálfleik enda komust fjendur okkar í fjölni í 0-5. Bolli náði svo að skora með fínu marki þegar líða tók á leikinn. Liðið okkar í þessum leik var alls ekki veikt og ég vil ekki trúa því að við séum fjórum mörkum verri en Fjölnir. Þurfum að koma miklu ákveðnari til leiks og trúa á sjálfa 0kkur...þetta kemur.
- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home