Úrslit!
Hey.
Já þetta var mikil "törn" í gær. alla veganna fyrir þjálfarastaffið!
4 leikir upp í árbæ og flestir þeirra í þvílíkri snjóhríð! ekki bjóst maður við því.
En frekar góður dagur. 2 sigrar og 2 töp. og allir leikir frekar jafnir,
sem er alltaf skemmtilegast, er það ekki?
lesið allt um leikina hér:
Fyrsti leikur:
Fylkisvöllur - laug 2.apríl - kl.10.00.
Þróttur 1 - Fylkir 5.
Liðið: Binni - Siggi Ingi - Oddur - Valli - Bjarmi - Tommi - Aron - Styrmir - Jölli - Danni Ben - Villi + Einar.
Mark: Tómas Hrafn - úr víti.
Maður leiksins: Aron Heiðar.
Almennt um leikinn:
Margur kann að halda að við hefðum ekkik átt roð í Fylkismenn en sú var alls ekki raunin. Leikurinn var mjög jafn fyrstu 25 mín - bæði lið að berjast á fullu og spila fínan fótbolta, en þá skoruðu Fylkis menn algjört kúkamark, enn það er skemmst frá því að segja að þessi kúkamörk sem við fáum á okkur verða okkur að falli, gerum of mörg stór mistök. Fylkir skorar svo annað mark rétt fyrir hálfleik, með skoti sem erfitt var að verjast. Staðan í háflleik var 2-0 þrátt fyrir að leikurinn hafi verið mjög jafn. Í seinni hálfleik koma þeir mjög sterkir til leiks (kannski vegna þess að við vorum ekki mættir) og fá víti nánast strax og skora úr því 3-0. Eftir þetta vöknum við og förum að spila hörkufótbolta en náðum kannski ekki alveg að skapa okkur nógu góð færi, en vorum hins vegar mikið í kringum teginn þeirra sem skilaði sér í víti þar sem Tómas skoraði örugglega. Eftir markið héldum við áfram að vera aðgangsharðir sem gaf þeim tækifæri á skyndisóknum sem skilaði þeim tveim mörkum en þar hefði vörnin mátt gera aðeins betur, sérstaklega í seinasta markinu sem kom 5 sek. fyrir leikslok. Það sem var mjög jákvætt í þessum leik var það að allir voru virkilega að leggja sig fram og er það í fyrsta skipti í langan tíma. Þrátt fyrir 5 mörk þá var vörnin frekar sterk ásamt Binna, Villi og Danni í framlínunni voru virkilega duglegir sem og kantmenn. Miðjumennirnir voru virkilega góðir í þessum leik að mínu mati enn í tilefni þess var einn þeirra kosinn maður leiksins enn barðist alveg ótrúlega mikið og notaði allt bensínið sitt í þessum leik en fór því miður útaf meiddur í seinni hálfleik.
- - - - -
Annar leikur:
Fylkisvöllur - laug 2.apríl - kl.11.30.
Þróttur 4 - Fylkir 2.
Liðið: Snæbjörn - Arnar Már - Einar Þór - Aron Ellert - Símon - Bjarki B - Einar - Ævar - Ingó - Hemmi - Óli M + José - Baldur.
Mörk: Ævar - Hemmi - José - Einar.
Maður leiksins: Aron Ellert.
Almennt um leikinn:
Í heildina var þetta bara nokkuð góður leikur hjá okkur. Við komumst yfir snemma og bættum svo við öðru markinu skömmu seinna og vorum yfir í hálfleik. En það er eins og við kunnum bara ekki að vera yfir - og þeir náðu að jafna 2-2 í seinni hálfleik. Annað markið var skelfilegt en þá hættu allir og héldu að það hefði verið rangstæða (sem það örugglega var) - en maður á alltaf að halda áfram þanngað til dómarinn flautar. held að allir hafi lært það í gær. En svo náðum við að komast yfir eftir að ævar prjónaði sig snilldarlega vel inn fyrir vörnina og kláraði örugglega. og loks setti hemmi síðasta markið eftir skot fyrir utan teig (langt síðan það gerðist hjá okkur) - alger snilld. Vörnin stóð fyrir sínu þótt þeir hafi verið nálægt því að skora nokkrum sinnum - Snæbjörn var öruggur milli stanganna (í öllum 3 leikjunum sem hann spilaði) - Það vantaði aðeins að spila boltanum alveg út á kant - eitthvað sem við erum alltaf að tala um :vantar meiri vídd í spilið okkar. Menn börðumst vel, fóru í tæklingar og unnu skallabolta. Það vantaði aðeins að halda línu aftast en það reddaðist. svo þarf bara að fínpússa liðið, venjast hvor öðrum og taka næsta leik.
- - - - -
Þriðji leikir:
Fylkisvöllur - laug 2.apríl - kl.13.00.
Þróttur 2 - Fylkir 3.
Liðið: Snæbjörn - Ívar Örn - Þorsteinn - Maggi - Gunni Æ - Haukur - Pétur H - Óttar - Auðun - Þröstur - Baldur + Siggi E + Halli + Sveinn Ó.
Mörk: Auðun 2.
Maður leiksins: Auðun.
Almennt um leikinn:
Það var sama sagan hér og í leik tvö - við byrjuðum vel og settum eitt snemma í leiknum. Klassa mark og áttum við í raun að setja 1-2 þannig í viðbót. Við náðum oft að komast inn fyrir vörnina en vorum ekki alveg nógu snöggir til að klára færin. þurfum að vinna meira í snerpu æfingum. mér fannst við sterkari í fyrri hálfleik. stjórnuðum leiknum og fengu þeir fá færi, nema hvað þeir ná að jafna tveimur mínútum fyrir hálfleik. Sterkt fyrir þá en það hefði verið ótrúlega gott fyrir okkur að vera yfir í hálfleik. Við sofnuðum svo þanngað til um 10 mín voru eftir. á þeim tíma settu þeir tvö mörk og voru miklu betri. Það vantaði allt skap í meira en hálft liðið. menn verða bara að sýna meiri karekter og vilja vinna. hefði það verið raunin þá hefðum við tekið leikinn. En eins og sagði þá vöknuðum við í lokinn og sóttum á þá. náðum að skora eitt mark í lokinn, sem var samt nokkurs konar gjöf. 3-2 svo sem ekki slæm úrslit en það er í raun sama sagann: vantar meiri vilja í að vinna - menn mega ekki gefast upp þegar við fáum á okkur mark - menn verða að sýna meiri leikgleði. En það var fín barátta í mörgum leikmönnun. Auðun var á milljón frammi og vörnin var frekar traust með þá magga og þorstein í fararbroddi. Það er svo bara fjölnir eftir viku - bættum okkur þá.
- - - - -
Fjórði leikur:
Fylkisvöllur - laug 2.apríl - kl.13.00.
Þróttur 4- Fylkir 2
Liðið: Snæbjörn - Viktor - Haffi - Gylfi - Flóki - Davíð H - Bjarki Þ - Arnar Páll - Pétur Dan - Gulli - Tumi + Bjarki Steinn - Gunnar Björn - Óskar - Ágúst B.
Mörk: Gulli - Tumi - Bjarki þór - Gylfi.
Maður leiksins: Tumi.
Almennt um leikinn:
Við vorum miku sterkari í byrjun og skoruðum snemma. sóttum svo og sóttum og náðum að skora annað markið. eftir fyrstu tuttugu mínúturnar var ekki sjens að sjá að fylkismenn gætu jafnað leikinn. staðan var 2-1 í hálfleik og mest framan af seinni hálfleiknum. En þá náðu þeir að jafna leikinn. við slökuðum á og var nánast allt liðið á litlu tempói. það sem einkenndi þennan leik var að við sóttum alltaf upp miðjuna - við (og þeir reyndar líka) spiluðum allt of þröngt og nýttum kantana engan veginn. við hefðum þurft að draga okkur meira út og fá langar sendingar út á línu. en það kemur. þeir náðu svo að jafna eftir mistök í vörninni. en í staðinn fyrir að slaka enn meira á þá sóttum við á þá og skoruðum 2 fín mörk í lokinn. það sýnir okkur bara það að halda áfram á fullu þanngað til dómarinn flautar leikinn af. Vörnin okkar var góð en gleymdum stundum að ýta út. Menn börðumst vel og voru Tumi, Gulli og Gylfi á milljón allan leikinn. Fylkismenn voru eitthvað pirraðir í lokinn og náðu þeir að pirra okkur líka. það má aldrei gerast. dómarinn dæmir og við megum ekki láta andstæðingin trufla aðalmarkmið okkar í leiknum; að skora og vinna! við munum það, og sérstaklega ÁB! En annars klassa sigur og 3 stig í hús.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home