Tuesday, November 16, 2004

Úrslit!

Sælir.

loksins smá röfl um leikinn á sunnudaginn!

fyrri leikur v HK: 1 - 2 (danni ben).
ætla ekki að tala mikið um leikina. það var vægast sagt leiðindaveður og erfitt að spila góðan fótbolta. vorum yfir í hálfleik
en fengum svo á okkur tvö aulamörk. alla veganna var fyrra markið
ódýrt. komumst svo lítið áleiðis í seinni, mikið moð á miðjunni en ævar
var samt mjög sprækur á kantinum. framherjar fengu ekki mikið af góðum
boltum og voru ekki mikið í boltanum. vörnin djöflaðist og var frekar sterk og
í raun skrýtið að við fengum á okkur þessi mörk. en fyrst og fremst vorum við ekki
vel undirbúnir. allt of margir mættu of seint - nokkrir leikmenn mættu á mínútunni og
auk þess voru 3 leikmenn forfallaðir. berjast.
man of the match: oddur.

seinni leikur v HK: 1 - 4 (óli ó).
veðrið hélt ennþá að bögga okkur! lentum á móti vindi í fyrri
hálfleik og gáfum algjörlega fyrsta markið. leikurinn snerist alveg
við í seinni og sóttum við mikið. þvert á það fengum við á okkur
þriðja markið og þar með var þetta nánast tapað! settum samt eitt
fínt mark og hefðum átt að setja fleiri. vorum svo með 3 manna vörn í
lokinn og náðu þeir að komast aftur í gegn, einn á móti snæbirni og skora.
síðustu tvö mörkin alveg eins :-(
þeir 11 sem voru inná voru ekki með killer skapið sitt í þessum leik - þurfum
að vera meiri buff í næstu leikjum, sérstaklega ef við keppum við yngra árs stráka.
man of the match: hákon arnar

0 Comments:

Post a Comment

<< Home