Þróttur-ÍA
Í gær, laugardag, keppti yngra árið við lið Skagamanna á gervigrasinu. Vallaraðstæður voru eins og best er á kosið og veðrið til eftirbreytni.
Fyrri leikur:
Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu, og var hann hnífjafn allt frá byrjun til loka. Staðan í hálfleik var 0-0 og fengu bæði lið marktækifæri. Í seinni hálfleik skoruðu Skagamenn fyrsta markið en Bjarki Steinn jafnaði með góðu marki skömmu síðar. Skagamenn settu svo tvö mörk síðustu 10 mín. og má þar kenna um einbeitingarleysi okkar manna.
Niðurstaðan var semsagt 1-3 þrátt fyrir góða frammistöðu Þróttara.
man of the match: Ingimar og dómaraparið
Seinni leikur:
Leikurinn einkenndist af einstefnu Þróttara og sáu Skagamenn ekki til sólar í leiknum (enda var skýjað). Staðan í hálfleik var 0-0 og fengu Þróttarar sannkölluð dauðafæri. Þróttarar tóku upp þráðinn frá fyrri hálfleik og sóttu án afláts en allt kom fyrir ekki, leikurinn endaði 0-0. Vörnin hjá okkur var til fyrirmyndar og vantaði bara upp á að klára færin...kemur næst.
man of the match: Gulli og dómaraparið
P.S. Eins og þið hafið tekið eftir er þetta blogg betur skrifað en venjulega, það stafar af því að Ingvi kom hvergi nálægt. Góðar stundir.
1 Comments:
Rosalega er þetta mun betur skrifað en vanalega...
Ég var að heyra að Eymi og Egill hafi skrifað þetta, en það er bara "word on the street" svo maður veit aldrei!
Vonandi heldur þessi síða þessu áfram!
Post a Comment
<< Home