Friday, November 26, 2004

Föstudagsstemmari!

Hey.

gleymdi að minnast á fjöldann á miðvikudaginn. 62 leikmenn
létu sjá sig - og 3 boðuðu forföll. það er geggjað.

annars voru fínar æfingar í gær, fimmtudag. völlurinn ótrúlega
fínn. loksins hægt að gera eitthvað að viti.

það varð því miður smá slys á yngra árs æfingunni :-(
getið hver handleggsbrotnaði! já daníel ben, enda voru
líkurnar 1.25 á hann! nei nei - hann verður orðinn fínn eftir
nokkrar vikur.

hérna fyrir neðan er svo meilið sem ég sendi út í dag til foreldra.
sjáumst svo í dag, föstudag.

ingvi og co.

- - - - -

hey.

Við urðum að gera tvær breytingar á æfingatöflunni og vona ég að það komi engum illa. Við urðum að færa æfinguna á þriðjudögum yfir á miðvikudaga sökum tennistíma á tennisvellinu. Einnig æfa árgangarnir í heild sinni saman á öllum æfingum.

Ég þori ekki alveg að lofa að þetta haldis svona út "seasonið"! það getur alltaf eitthvað komið upp á. En við erum svo "jolly" að þetta reddast allt.

Æfingarnar í dag eru þá: yngri kl.16.30 og eldri kl.17.15. Og eins og alltaf: ef einhver kemst ekki á annan hvorn tíman, þá er allt í góðu að mæta á þann tíma sem hann kemst. (kannski vitlaust orðað hjá mér).

Loks eru leikir um helgina. Það eru bókað leikir hjá yngra árinu við ÍA á morgun, laug. og svo kemur það í ljós í kvöld hvort eldra árið keppir á sunnudag.

Fyrstu fjáraflanir eru komnar á fullt. Skila þarf til mín á mánudaginn, miðanum um klósettpappírinn (kem með auka miða í dag). Og þeir sem hafa áhuga á að selja kerti, hafa samband við Einar í 820-3024 eða einar@hugur.is

Hafið svo endilega samband ef það er eitthvað. Er ekki sáttur við ónógan fjölda reply-a á póstana mína!!

heyrumst og góða helgi, ingvi - 869-8228

1 Comments:

At 8:22 PM, Anonymous Anonymous said...

klukkan hvað keppir yngra árið á laugardaginn?

kv.davið hafþór.

 

Post a Comment

<< Home