Monday, November 08, 2004

Leikur + vídeó!

Heyja.

já yngra árið spilaði leiki í dag við Leikni. Veðrið var
ferlega nett til knattspyrnuiðkunar og þrátt fyrir tvö
töp fannst flestum þokkalega gaman að spila.
en svona fór það:

- fyrri leikur: 1 - 4 (ævar hrafn). eftir að hafa verið betri fyrstu
mínúturnar og fengið 2 dauða dauða færi þá fengum við á okkur mark.
og eftir annað dauðafæri fengum við á okkur annað mark. svo sem ekkert
við því að gera. það fyrsta úr aukaspyrnu og það seinna eftir misheppnaða
sendingu út á velli. eftir það "djöfluðumst" við aðeins áfram og náðum að skora.
nett mark hjá ævari. svo settu þeir þriðja markið og við nánast hættum.
fjórða markið kom skömmu seinna og þá voru flestir búnir á því! helst vantaði að
allir 11 inn á væru á milljón. einnig nýttum við ekki fín færi, sem við bjuggum þó vel
til. helst til of stórt tap - en það er bara næsti leikur takk fyrir.
man of the match: Ingimar.

- seinni leikur: 0 - 4. sama og í fyrri leiknum þá byrjuðum við ágætlega.
samt vorum við í vörn mest allann leikinn. náðum lítið að ýta öllu liðinu fram
og vantaði að menn kæmu með framherjum í sóknina. það voru heldur ekki allir
inn á á fullu í þessum leik. Við vörðumst þó vel og síðustu þrjú mörkin hjá þeim
komu í raun á 5 mínútna kafla. tvö mjög ódýr. Gott mál að Alex sé byrjaður aftur,
eins spilaði Hjalti sinn fyrsta leik og var nettur. okkur vantaði þrjá menn sem ekki létu
vita af sér. annars er það LÍKA bara næsti leikur.
man of the match: Hafþór Snær.

svo plögguðu eymi og egill netta mynd á vídeókvöldinu hjá eldra árinu.
22 létu sjá sig. bara nett stuð.

næst eru æfingar á tennisvellinum á morgun, og á mið. svo leikir hjá eldra árinu um helgina og
vídeó hjá yngra árinu.

En athugið: á morgun, þriðjudag,
mætir yngra árið í barca á tennisæfingu kl.17.00 og eldra árið í barca kl.18.00.
Þar sem við erum bara með hálfan tennisvöll verðum við að gera þetta svona
nú fyrst um sinn. Láta alla vita!!

1 Comments:

At 11:49 PM, Anonymous Anonymous said...

Egill hér... hvernig er það, er ég eini sem er að kommenta eikkað!!!

En "djö" var þetta góð mynd sem ég og Eymi plögguðum á met tíma!!!

Big Willie Style segi ég nú bara!!

 

Post a Comment

<< Home