Monday, January 31, 2005

Leikir við ÍA!

Jæja.
Loksins kemur þetta.
tek þetta algjörlega á mig.


Þróttur 1 - ÍA 10.
Liðið: Snæbjörn-Siggi Ingi-Valli-Oddur-Ingó-Aron-Einar-Stymmi-Jölli-Tommi-Villi+Auðun+Hákon.
Mörk Þróttar: Villi.
Stóð sig skást: Oddur.
Almennt um leikinn: Eftir um 10 mínútna leik vorum við allt í einu orðnir þremur mörkum undir og allt mörk sem voru gefins. Og það er erfitt að djöflast þremur mörkum undir. þeir eru náttúrulega sterkir en voru samt ekki að sýna neitt svakalegt. Við vorum í raun arfaslakir allann leikinn, og þá sérstaklega í síðasta hálfleiknum þar sem við fengum á okkur 5 mörk. Á bara ekki að gerast í 4.flokki! Við gerðum okkur seka um að dekka okkar menn illa og við hleyptum þeim of auðveldlega í gegnum okkur. Vantaði allan vilja í lokin og lokatölurnar sýna það berlega því þetta lið er ekki 9 mörkum betra en við.

- - - - -

Þróttur 0 - ÍA 3.
Liðið: Binni-Óttar-Maggi-Pési-Gunni-Ívar-Ágúst-Baldur-José-Róbert-Óli M+Halli+Haukur+Lúlli+Svenni+Þröstur.
Maður leiksins: José
Almennt um leikinn: Vorum alveg þvílíkt ánægðir með leikinn alveg fram á 24 mínútu miðhálfleiksins. Þá ösnuðumst við að fá á okkur mark - 30 sekúndum fyrir pásuna. Svolítið týpískt fyrir okkur - það hafði ekkert verið að gerast hjá ía fram að því. Þá var eins og við hættum og fengum svo á okkur tvö mörk í lokinn. Við sóttum mikið á þá og vorum við algjörir klaufar að skora ekki 1 eða 2 mörk. Menn hefðu svo mátt vera á aðeins meiri keyrslu. eins og ég hef verið að skamma suma á æfingum. við löbbum of mikið og horfum á leikinn í staðinn fyrir að æsast aðeins og fara í actionið!

- - - - -

Þróttur 1 - ÍA 3.
Liðið: Anton-Jakob-Ingimar-Bjarmi-Einar-Arnar M-Ævar-Hemmi-Bjarki B-Ási-Daníel+Aron+Viktor+Símon.
Mörk Þróttar: Daníel.
Maður leiksins: Bjarmi.
Almennt um leikinn: Fengum óskabyrjun þegar það var dæmt víti á ía menn eftir að daníel komst inn fyrir vörnina. hemmi átti gott skot en það endaði í stönginni. þeir aftur á móti skoruðu fljótlega eftir það (aftur týpískt við!). En við spiluðum vel í fyrstu 25 mín (og reyndar í leiknum öllum nánast) og náðum að jafna með fínu marki. Við vorum svo ótrúlega oft hársbreidd frá að komast einir inn fyrir en vorum dæmdir rangstæðir allt of oft. þurfum að senda boltann miklu fyrr, og passa vel upp á línunna. annars fengum við fullt af færum. vorum fínir tilbaka í vörninni og hlupum allann leikinn. við hefðum getað varist aðeins betur í öðru markinu þeirra. en yfir heildina þá var þetta góður leikur.

- - - - -

Þróttur 3 - ÍA 5.
Liðið: Raggi-Flóki-Freyr-Haffi-Davíð H-Tumi-Atli F-Bjarki Þ-Gulli-Bjarki S-Arnar P-Óskar-Gunni.
Mörk Þróttar: Bjarki Steinn - Bjarki Þór - Gulli.
Maður leiksins: Atli Freyr.
Almennt um leikinn: Þetta var síðasti leikurinn í þessari rimmu okkar við ía menn og örugglega sjá fjörugasti. 8 mörk voru skoruð og hefðum við léttilega getað bætt við mörkum. við komumst reyndar í 3-1 þannig að það var klaufaskapur að missa þetta svona niður. þeir skoruðu svo síðustu tvö mörkin þremur mínútum fyrir lokaflautuna þannig að það var frekar súrt. Við vorum frekar hættulegir allan leikinn en spiluðum aðeins of þröngt. við vorum ekki að nýta kantana og plássið heldur fórum við alltaf upp miðsvæðið. Við skoruðum klassa mörk eftir fínar sendingar. fínn leikur líka þrátt fyrir tap.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home