Æfingaleikir v ÍA!
Hey.
Eftirtaldir leikmenn voru valdir til þess að keppa á móti
ÍA - innanhúss á laugardaginn var:
Brynjar - Jökull - Aron Heiðar - Valtýr - Oddur - Einar - Vilhjálmur -
Tómas Hrafn - Styrmir - Matthías - Sigurður Ingi - Ævar Hrafn - Hermann
Ágúst.
Til að gera langa sögu stutta þá gekk alveg hræðilega. Við töpuðum 11 leikjum
og náðum einu jafntefli. Kannski ekkert til að vera tala um! En við bara lærum af
þessu. Fyrsti æfingaleikurinn innanhúss. og ekki erum við með neinn innanhústíma.
en nóg af afsökunum.
Við þurfum í raun að bæta allt!
- Við vörðumst ekki nógu vel. menn voru ekki nógu nálægt mönnunum sínum og oftar en ekki fóru ía menn of auðveldlega fram hjá okkur.
- Það var ekkert vit í sóknarleik okkar. ekkert skipulag. annað hvort kom stuttur bolti og við misstum hann nánast strax. Eða það kom langur bolti og við misstum hann fljótlega!
- það voru kannski 1 eða 2 leikmenn hjá okkur sem voru á 100% - aðrir voru á 75%.
- það vantaði allan vilja, grimmd og baráttu yfir höfuð.
stóð sig skást: Oddur
en annars tek ég þetta alveg á mig.
tökum þetta næst!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home