Tuesday, January 11, 2005

Mánudagurinn 10.jan!

Heyja.

Völlurinn var bara hinn nettasti á æfingunni þó að við
notuðum hann engan veginn allann.

ágætismætingar. ég var sóló með yngra árið. egill mætti hress
með eldra árinu og eymi.... var í skólanum.

breyttum aðeins til í spilinu. vorum með minni völl og meiri keyrslu og voru menn bara í stuði. þurfum að taka þetta oftar.

Annars er frí þriðjudag og miðvikudag (ótrúlegt). Já erum búnir að vera duglegir. og svo er tennisvöllurinn slæmur. og svo hittumst við hvort sem er fim-fös og laug. já og jafnvel sun ef ég næ að plögga ódýrt í bíó (fyrir þá sem hafa áhuga).

Svo er örugglega foreldrafundur á fimmtudagskvöld. en við auglýsum hann betur fljótlega.

kíkið svo á liverpool baka heiðar og félaga í kvöld. Það má geta að ég æfði með heiðari í 2.flokk. var þá að leggja upp færi fyrir hann út hægri bakverðinum. hafið þið æft með einhverjum sem spilar í kvöld?? (ég veit - spaði).

Sjáumst á fimmtudag: eldra árið kl.15.00 - yngra árið kl.16.30.

1 Comments:

At 8:35 PM, Anonymous Anonymous said...

össs.... spaði!

en ég kaupi ekki að Eymi hafi ekki mætt !

 

Post a Comment

<< Home