Fyrsta æfing!
Jebba.
Fyrsta æfingin var í gær og var svona lala mæting, enda
20 stiga frost og 30 vindstig. kannski ekki alveg. en þrátt
fyrir vel skipulagða æfingu þá náðu leikmenn (og eymi) að væla
út upphitun og spil (gerist ekki aftur).
Einnig fengu menn fyrsta miða vetrarins :-) sem innihélt heimavinnuplan fyrir vikuna
og "memo" fyrir fundinn á morgun. miðinn leit svona út:
- - - -
4.fl ka. Knattspyrnufélagið Þróttur 18.okt
Leikmenn
Á miðvikudaginn kemur (20.okt) ætlum við að halda smá fund og rabba saman um tímabilið sem er að hefjast.Einnig munum við gúffa gulrætur og horfa á eina stuttmynd.Fundurinn hefst kl.17.00 í stóra salnum niður í Þrótti og lýkur um kl.18.00. Allir verða að koma með 250kr í efniskostnað!¨Verið ótrúlega duglegir að láta alla vita – alger skyldumæting. Svo eru æfingar á fim, fös og laug, Sjáumst hressir,Ingvi og co.
________________________________________
Heimavinna!
Þar sem verkfallið stendur enn yfir er hér smá heimavinnuprógramm sem ég vill að þið kíkið á ef þið “hafið tíma”. Endilega “grúbbið” ykkur saman og klárið þetta með vinstri!
Mán 18: - - - Þrið 19: Útihlaup. 10 mín skokk. 5 mín 90% hraði. Teygjur 10 mín. Mið 20: Sund. 6 * 25metrar + pottur! Fim 21: “Skólavallafótbolti”. Hittast út í einhverjum skóla og taka 5 v 5.Fös 22: Halda á lofti í 10 mín. Skalla á lofti í 5 mín. Laug 23: Göngutúr / hjólreiðatúr. Sun 24: 200 magaæfingar + 50 armbeygjur + 30 bakæfingar + 40 hopp.
Berjast.is
1 Comments:
eg gerði 5000 maga á 2 dögum og skallaði á lofti í 15 minutur
Post a Comment
<< Home