Jamm jamm.
Það á allt að vera klárt fyrir miðvikudaginn næsta (
16.sept) - við erum sem sé búnir að negla að hópurinn fari saman í M16 Laser tag og það út á Hómsheiði (
rétt hjá Heiðmörk) Eftir það verður farið niður í Þrótt, gúffað, horft á myndasýningu frá árinu og í lokin verður stutt verðlaunaafhending.
Þetta mun kosta
2.000kr á mann - kannski lélegt af mér að hafa ekki sett það inn áður en þið skráðuð ykkur. En vona að allir komist. Og ef að einhver kemst ekki í fyrri hlutann er ekkert mál að koma svo í matinn og fjörið niður í Þrótti.
Svona verður planið:1. Mæting kl.15.50 niður í Þrótt á miðvikudaginn, lagt af stað (
með rútu) kl.16.00 upp á Hólmsheiði.
2. Allt gert klárt fyrir Laser tag (
út í skógi) - kl.16.30 - allt sett á fullt.
3. Sóttir kl.18.30 (
hér vantar okkur ca.8-10 foreldra að koma og sækja og henda okkur niður í Þrótt)!
4. Sturta og chill niður í Þrótti.
5. Pizza og kók (
ekki appelsín eins og síðast) kl.19.30!
6. Myndasýning.
7. Verðlaunaafhending og væmin ræða! Hjemm kl.20.30.
Passið að:
- Mæta vel klæddir og í góðum skóm. Þetta er úti í guðs grænni og veðrið gæti hugsanlega verið leiðinlegt. Þannig að ekki klikka á þessu (
betra að vera hlýtt en "looka")!
- Menn svitna víst eins og ljónið í þessu þannig að það væri ekki vitlaust að skella sér í snögga sturtu niður í Þrótti (
geymið bara tösku með hreinum fötum og handklæði niður í Þrótti).
- Endilega látið mig svo vita ef einhver frá ykkur getur sótt (
mynd hér fyrir neðan og svo get ég líka smessað á þá leiðinni)!
Skráning (41+3):ingvi - teddi - sindri - sigurður þór - breki - hörður gautur - kristjón geir - bjarni pétur - arnar p - jovan - njörður - heimir - elvar örn - new johnny - birkir már - daði - aron brink - björn sigþór - nizzar - ólafur guðni - hörður sævar - jón kaldal - kristófer karl - sveinn andri - marteinn þór - árni þór - logi - þorkell - birkir örn - andri már - páll ársæll - stefán pétur - daníel l - anton orri - andrés uggi - sigurjón - snorri fannar - hallgrímur snær - viktor snær - daníel þór - pétur jökull - jökull - aron bjarna - vésteinn þrymur.
Endilega smessið á mig eða setjið comment hvort þið komist ekki.
Og svo ef það er eitthvað strákar, þá ekki hika að heyra í mér.
Annars sjáumst við hressir og sprækir á miðvikudaginn.
Ingvi (
869-8228) - Teddi Rambó og Sindri Hood.

- - - - -