Monday, September 28, 2009

Þessi síða er kominn í pásu!

Jó meistarar.

Þessi síða er hér með kominn á "hold"!

Auk þess sem allir flokkar hjá Þrótti blogga núna á sjálfri þróttarasíðunni. Þannig að nú smella menn bara á www.trottur.is og velja fréttir/blogg (efst í hægra horninu).

Þaðan á fótbolti og loks á sinn flokk og málið dautt :-)

EN:
  • Fyrsta æfing tímabilsins hjá 4.flokki er á föstudaginn (2.okt) kl.14.00 - 15.30 á gervigrasinu.
  • 3.flokkur er kominn á fullt - held að allir séu búnir að mæta á gervigrasið á æfingu hjá Bryngeiri!
En kíkið samt endilega á síðustu færslu.
Ok sör.
Until next tima,
.is

- - - - -

Takk fyrir tímabilið!

Sælir drengir.

Náði kannski ekki að segja allt sem ég vildi á lokahófinu okkar - svo fékk kallinn ekkert að taka í hljóðnemann á uppskeruhátíðinni :-(

Allla veganna,

Takk kærlega fyrir tímabilið. Held að við getum verið rosalega sáttir við árið - við erum búnir að fara vel yfir árangurinn og smá yfir hvað hægt væri að gera betur.

Ég (kallinn) er sem sé kominn í árs pásu frá þjálfun - býst samt sterklega við að hitta ykkur eitthvað, kíki alla veganna á leiki hjá ykkur. Verður pínu skrýtið að hitta ykkur ekki reglulega (snökt).

Gamli heldur áfram með 4.flokkinn, ásamt Bryngeiri. Og sá síðastnefndi verður svo með 3.flokkinn. Þannig að það er allt klárt.

Nýtt gervigras - koddu með það. Búinn að prófa það einu sinni (bestur á árgangamóti þróttar um daginn). Þetta er náttúrulega snilld, loksins geta markverðirnir farið að skutla sér almennilega!

Stór og flottur hópur flyst nú upp í 3.flokk og verður yngra árið í 3.flokki:

Og mun hjálpa fámennu en flottu eldra ári að komast upp úr C riðlinum næsta sumar. Verðugt verkefni. Þið þurfið bara að taka ábyrgð og standa ykkur - veit að þið gerið það. Svo bara að fá fleiri leikmenn í úrtakshópa KSÍ. Bryngeir aðalþjálfari verður með flokkinn - veit ekki hvort það sé kominn aðstoðarþjálfari ennþá. Nokkrar æfingar voru í síðustu viku, og sú næsta á morgun, þriðjudaginn 29.sept (sjá betur bloggið á þrottarasíðunni).

Nettur hópur færist um eitt ár og verður eldra árið í 4.flokki:

Aðeins fámennar hópur en sá sem flyst upp um flokk - en kemur ekki að sök. Menn í þessum hóp eru samhentir og æfa vel. Bara halda því áfram. Passa að taka vel á móti yngra árinu. Þetta verður spennandi ár. Bara byggja á því sem þið eruð búnir að áorka og bæta við það. Teddi mun halda áfram með flokkinn, auk þess sem Bryngeir bætist við. Flott teymi og er fyrsta æfingin örugglega á fimmtudaginn kemur 1.okt (sjá betur bloggið á þróttarasíðunni).

Annars þakka ég og Teddi ykkur bara kærlega fyrir aftur, einnig Sindranum - virkilega flottur þegar hann komst.

Ég vona að þið strákar séuð almennt sáttir með árið. Annars þætti mér vænt um öll "comment" sem þið hafið um árið, þjálfunina, innkomurnar, hárgreiðslurnar ofl :-)

Takk kærlega og heyrumst.
ingvi (869-8228 - ingvisveins@langholtsskoli.is), Teddi og Sindri.

- - - - - -

Saturday, September 26, 2009

Helgin!

Ble.

Hvað segja menn! Það hljóta allir að kíkja á síðasta leik mfl í sumar í dag á sjálfum þjóðarleikvangnum:

- Laug - Fram v Þróttur - Laugardalsvöllur - kl.16.00.

Svo er uppskeruhátíðin á morgun, sunnudag, kl.14.00 - 15.30. á Broadway Þá mæta menn í sínu besta, með vax í hárinu og CK one í vanganum, ó já.

Sjáumst sprækir,
Ingvi og co.

- - - - -

Saturday, September 19, 2009

Bónus - æfing + Uppskeruhátíðin!

Jójójó.

Þrennt í essu:

1. Best að senda á mig í meili (ingvisveins@langholtsskoli.is) reikningsnúmer og kennitölu - og ég legg inn á ykkur bónus penining á morgun (fim).

2. Gamla eldra árið í 4.fl - sem sé leikmenn fæddir ´95 - byrja á æfingum í þessari viku (sem yngra ár í 3.fl). Fyrsta æfingin var víst í gær - en svo er aftur æfing í dag (mið) kl.15.30-17.00 á nýja gervigrasinu (og svo aftur á morgun, fim, á sama tíma og stað).

3. Uppskeruhátíð yngri flokka Þróttar í Knattspyrnu fer fram á sunnudaginn 27. sept frá kl. 14:00-15:30 og verður hún haldin á Broadway (Hótel Ísland).

Þar verða veittar viðurkenningar fyrir ástundun í yngstu flokkunum auk þess sem leikmenn ársins og þeir sem hafa tekið mestum framförum eru verðlaunaðir í eldri flokkunum, þ.e. 3. og 4. flokk. Nýjir þjálfarar verða kynntir sem og þeir þjálfarar kvaddir sem láta af störfum.

Ný æfingatafla verður kynnt og þá verður hið fræga kökuhlaðborð á sínum stað en undanfarin ár hafa flottustu foreldrar á Íslandi (Þróttarforeldrarnir) séð um að baka og lagst á eitt við að stútfylla sameiginlegt hlaðborð af kræsingum.

Við óskum eftir því að sjálfsögðu þetta árið að allir leggi sitt af mörkum og komi með bakkelsi á hlaðborðið. Þá óskum við eftir aðstoð foreldra c.a. klukkutíma fyrir hátíðina og klukkutíma eftir hátíðina. Þeir sem geta aðstoðað sendi Helga Björns póst á netfangið
helgibj68@gmail.com

Foreldrar eru að þessu sinni beðnir um að koma með heimabaksturinn á Broadway á milli kl. 12:00-13:00 á sunnudeginum.

Við hvetjum ykkur síðan öll til að að mæta með börnunum á uppskeruhátíðina og þiggja kaffi og með því.

kv. Unglingaráð Knattspyrnudeildar


- - - - - -

Jó jó!

Sælir félagar.

What´s öp. Er búinn að henda inn öllum tölum frá síðasta ári - kíkið endilega á "gamla pósta"! Ég er reyndar líka að telja "flesta leiki spilaða" - smelli því inn þegar ég klára það. Einnig eru tvö ný myndaalbúm kominn inn.

Það er nánast (loksins) er búið að græja Bónus peningin sem menn unnu sér inn í vörutalningu um daginn. Menn geta annað hvort smessa eða meilað á mig reikningsnúmeri og kennitölu á morgun (þrið) og við lagt inn. Eða komið upp í Langó og fengið hjá mér peningn í "cash" (á mið)!
Sýnist að þetta hafi verið um 3000kr sem menn voru að vinna sér inn. Bara leiðinlegt hvað þetta er búið að taka langan tíma að fá þetta inn.

Annað - Endilega klára að leggja inn fyrir lokaslúttinu - samkvæmt bókhaldinu eiga 7 leikmenn eftir að klára það - Reikningsnúmer: 515-4-252152. Kennitala: 050772-5359. og muna að setja nafn í skýringu.

Annars er uppskeruhátíðin á sunnudaginn kemur og fyrstu æfingar í vikunni þar á eftir.
Aight,
ingvi og co.

- - - - -

Sun - síðasti leikur mfl!

Sælir piltar.

Á morgun, sunnudag, er síðasti leikur mfl í Pepsideildinni í ár (og í bili :-(

- Sun - Þróttur v Keflavík - Valbjörn - kl.17.00.

Við þurfum að klára þennan síðasta leik í "boltatínslu" - Þarf 8 spræka (og vel klædda) snillingar í "jobbið'! Áhugasamir skellið svari inn á commentin.

Aðrir kíkja "audda" á leikinn með gamla settinu og hrópa "inn á með ingva"!

Sé ykkur vonandi,
Ingvi og co.

- - - - -

Friday, September 18, 2009

Tölfræði - part 4!

Jamm.

Loka pakkinn með öllum tölum ársins. Svo tekur bara við nýtt ár með nýjum markmiðum.

- - - - -

Tímabilið 2008-2009 í hnotskurn!

Á þessu tímabili (3.október ´08 – 16.sept ´09) voru hvorki meira né minna en 216 æfingar / leikir /fundir / ”hittingar” og margt fleira hjá flokknum! (um 187 „skipti“ hjá leikmönnum á yngra ári og 181 „skipti“ hjá leikmönnum á eldra ári).

Þar af …

• … voru alls um 140 æfingar (á hvern leikmenn) á yngra ári.

• … voru alls um 133 æfingar (á hvern leikmenn) á eldra ári.

• … kepptum við alls 21 æfingaleiki.

• … spiluðum við 20 leiki í Reykjavíkurmótinu utanhúss.

• … spiluðum við 36 leiki í Íslandsmótinu utanhúss.

• … tókum við þátt í Reykjavíkurmótinu innanhúss í Egilshöll og kepptum þar 12 leiki.

• … tókum við þátt í Íslandsmótinu innanhúss (futsal) og kepptum þar 4 leiki.

• … tókum við þátt í Rey-Cup og spiluðum þar 17 leiki.

• … fórum við í 3 massa æfingaferðir til Grindavíkur, á Selfoss og á Hvolsvöll.

• ... voru keyptar 46 powerade flöskur!

• … breyttum við oft út af vananum og hittumst ansi oft utan vallar í öðru en knattspyrnu:

(við m.a. skruppum í sund og pottinn, tókum slatta af útihlaupum og mælingum, skelltum okkur í hjólaferð, við fórum á landsleiki, við sóttum boltana af stakri snilld fyrir meistaraflokkinn, fengum okkur pokadjús eftir æfingar, við prófuðum dýnubolta í Langó, Teddi var duglegur að taka menn á töflufundi og fyrirlestra, við fórum í Boot Camp á gervigrasinu, héldum flokksmót, við kíktum í fimleika fyrir jól, prófuðum fótboltagolf, duttum í bíó, fórum og púluðum í Laugum, við fórum í keilu, tókum jólagúff, við öttum kappi við foreldrana í foreldrabolta, við fórum á ansi marga mfl leiki, skemmtum okkur á Þróttaradeginum, fórum í hjólaferð, sparkvöllurinn var heimsóttur oftar en einu sinni, Esjan var tekinn og sigruð, við fórum í strandblak upp í Grafarvogi, vatnsblöðruæfingin var á sínum stað, lokaæfingin var þokkalega hress og loks var farið í laser tag í lokaslúttinu).

Tölfræðin - part 3!

Jamm.

Þriðja og næst síðasta færslan með lokapakka ársins. Ég er reyndar að telja flesta leiki spilaða, set það þegar ég lýk því. En við völdum leikmann ársins á yngra ári og eldra árin, mestu framfarir og loks besta félagann:

• Eldra ár (´95):


o Besti leikmaður: Daði Bergsson.


o Mestu framfarir: Páll Ársæll.


o Besti félaginn: Birkir Már.


• Yngra ár (´96):


o Besti leikmaður: Breki Einarsson.


o Mestu framfarir: Marteinn Þór.


o Besti félaginn: Andrés Uggi.

Set svo restina inn fljótlega,
ingvi og co.

- - - - -

Thursday, September 17, 2009

Tölfræðin - part 2!

Jess sir.

Hérna koma öll mörk árins:

- - - - -

39 mörk - gullskórinn: Daði.
34 mörk - silfurskórinn: Stefán Pétur.
24 mörk - bronsskórinn: Sveinn Andri.

23 mörk: Bjarni Pétur - Jovan.
22 mörk: Björn Sigþór.
21 mark: Jón Konráð.


19 mörk: Aron Bjarna – Jón Kaldal - Sigurður Þór.
17 mörk: Andri Már.
16 mörk: Nizzar.
15 mörk: Guðmundur Örn - Logi.
13 mörk: Aron Brink.
12 mörk: Andrés Uggi - Skúli Ágúst.
11 mörk: Daníel Þór - Elvar Örn - Gabríel Ingi (5.fl).
10 mörk: Breki – Brynjar.


8 mörk: Pétur Jóhann.
7 mörk: Pétur Jökull - Sigurjón.
6 mörk: Arnar P - Kristjón Geir.
4 mörk: Anton Orri - Arnar G - Þorsteinn Eyfjörð – Siggi KR.
3 mörk: Birkir Már - Hörður Gautur - Viktor Snær.
2 mörk: Bjarki L - Jónas Bragi - Ólafur Guðni - Þorkell – Þorvaldur (5.fl).
1 mark: Árni Þór - Daníel L - Jakob Gabríel – Jökull Starri - Njörður - Páll Ársæll - Sölvi.


Alls voru skoruðu 464 mörk í ár.

kv,
ingvi-teddi-sindri.

p.s. auglýsi enn eftir stöðu og mörkum úr æfingaleiknum v grindavík í æfingaferð eldra ársins!!
p.s. auglýsi einnig eftir einu marki í b liðs leik v ír í reykjavíkurmótinu!


- - - - - -

Tölfræðin - part 1!

Jamm.

Í næstu þremur færslum ætla ég að setja flest alla tölfræði frá árinu. Byrjum á mætingunni:

- Besta ástundun (eldra ár):

1 – 170 skipti – Daníel Levin - 94%.
2 – 165 skipti – Anton Orri.
3 – 157 skipti – Árni Þór.


4 – 153 skipti – Sveinn Andri.
5 – 152 skipti – Elvar Örn.
6 – 7 150 skipti – Arnar P + Ólafur Guðni.
8 – 149 skipti – Birkir Már.


- alls var 181 skipti hjá eldra árinu í ár (allt meðtalið).

- Besta ástundun (yngra ár):

1 – 184 skipti – Þorkell - 98%.
2 – 182 skipti – Breki.
3 – 166 skipti – Daníel Þór.


4 – 165 skipti - Viktor Snær.
5 – 160 skipti – Ýmir Hrafn.
6 – 156 skipti – Hörður Gautur + Jón Kaldal + Sigurður Þór.
7 – 152 skipti – Andrés Uggi + Bjarni Pétur.


- alls voru 187 skipti hjá yngra árinu (allt meðtalið). Þar sjáið þið að Þorkell klikkaði á 3 æfingum (sem er örugglega met :-)


Ég myndi segja að þetta sé svona 92% akúrat hjá okkur - ef eitthvað þá græddu menn, því í þau ca. 6 skipti sem við klikkuðum að taka mætingu þá fengu allir x í kladdann!

Býst nú við að allir séu með netfang. Þið hljótið að geta sleppt einu chatti við einhverja píu á msn-inu og í staðinn taka eitt meil á kallinn og biðja um allar sínar mætingar á árinu!! ingvisveins@langholtsskoli.is - skora á ykkur.

- - - - - -

Við náðum að halda nokkuð vel utan um flesta á þessu ári, en einnig hefðum við getað gert suma hluti betur:

- Umfjöllun um leikina sjálfa og frammistöðu leikmanna hefði getað verið betri.
- Allar mælingar á undirbúningstímabilinu hefðu getað verið aðeins markvissari.
- Núna í lokinn hefði verið flott að fá einhvers konar "einkunnaspjald" frá árinu, plúsar og mínusar í boltanum o.fl.


Þetta er vonandi það sem koma skal í eldri flokkunum, en kannski full erfitt þegar það eru 50 leikmenn í flokknum.

En nóg í bili,
ingvi-teddi-sindri.

- - - - - -

Lokahófið gert upp!

Sælir meistarar.

Takk fyrir síðast. Gærdagurinn heppnaðist fáránlega vel. Þvílík mæting og menn bara virkilega hressir og flottir, meir að segja Skúli :-) Nei, nú er ég með leiðindi.

Hérna eru nokkrir punktar. Ég kem svo með ítarlegar færslur varðandi tölfræðina.

- - - - -

Laser tagið:

1.sæti: Lið 1 - UNGIR - með 3.sigra (reyndar með jafn mörg stig og Sindra lið, en við unnu death match, sem erfiðara en að ná fánanum).

2.sæti: Lið 3 - Sindra lið - með 3.sigra (voru efnilegir en kannski of "cocky").

3.sæti: Lið 2 - Tedda lið - með 0 sigra ("lookuðu" vel með "leaderinn" sinn en náði sér aldrei á strik).


Skutl:

Við erum að tala um að það passaði upp á sæti að allir kæmust heim á réttum tíma. Og fólk fáránlega gott að rata. Held að engin hafi lent í veseni (nema kannski Teddi í byrjun). En plús stig í kladdann fyrir eftirfarandi foreldra: Jón Andri (elvar örn) - Einar (breki) - Edda (andri már) - Ásta (sveinn andri) - Þröstur (birkir már) - Burkni (andrés uggi) - Helgi (þorkell) - Dúna (anton orri) - Finna (páll ársæll) - Ragna (kaldal) - Þórunn (jón konráð).

Pizzan:

Sýndist menn líka vel við Hróa Hött, svo vel að menn voru komnir í fimmtu sneiðina sumir :-/ Ég til að mynda fórnaði mér (tók reyndar sub/ítalskar kjötböllur seinna um kvöldið). Teddi sagðist bara hafa pantað 5 stk af uppáhaldinu sínu; skinku - en ég sá alla veganna 8 svoleiðis! En good stöff.

Myndashowið:

Horfðum á 378 myndir á hundavaði. Minnsta mál í heimi að detta á kallinn með usb lykil og fá myndirnar. Einnig er hægt að fara á myndaalbúm flokksins og skoða. Margar virkilega góðar, sérstaklega af mönnum í "action" - vona að foreldrar verði einnig duglegir að taka myndir á næsta ári og vista á góðum stað :-)

Happdrætti:

Voru ekki af verri endanum. Kristó tók þriðju verðlaun; hress pezkall á kantinum. Daði fékk önnur verðlaun; Þróttarahúfu (mar á aldrei nóg af þeim). Og fyrstu verðlaun hlaut Gummi. Við erum að tala um safngrip; Umbro bol með svakalegri áletrun! Verð eiginlega að heimta að Gummi haldi áfram í boltanum í vetur þar sem hann fékk bolinn!!

Greiðsla:

Samkvæmt mínum bókum eiga eftirfarandi leikmenn eftir að leggja inn - klára það helst í dag (í íslenskri mynt :-) Jakob Gabríel - Jónas Bragi - Stefán Pétur - Nizzar - Elvar Örn - Skúli - Guðmundur Örn (pizza).

Reikningsnúmer: 515-4-252152. Kennitala: 050772-5359. og muna að setja nafn í skýringu.


Ok sör. Held að þetta sé allt. Set svo hitt + auglýsingu fyrir uppskeruhátíðina á Broadway fljótlega.
kv,
Ingvi

- - - - -

Monday, September 14, 2009

Lokahóf 4.fl - staðfest!

Jamm jamm.

Það á allt að vera klárt fyrir miðvikudaginn næsta (16.sept) - við erum sem sé búnir að negla að hópurinn fari saman í M16 Laser tag og það út á Hómsheiði (rétt hjá Heiðmörk) Eftir það verður farið niður í Þrótt, gúffað, horft á myndasýningu frá árinu og í lokin verður stutt verðlaunaafhending.

Þetta mun kosta 2.000kr á mann - kannski lélegt af mér að hafa ekki sett það inn áður en þið skráðuð ykkur. En vona að allir komist. Og ef að einhver kemst ekki í fyrri hlutann er ekkert mál að koma svo í matinn og fjörið niður í Þrótti.

Svona verður planið:

1. Mæting kl.15.50 niður í Þrótt á miðvikudaginn, lagt af stað (með rútu) kl.16.00 upp á Hólmsheiði.
2. Allt gert klárt fyrir Laser tag (út í skógi) - kl.16.30 - allt sett á fullt.
3. Sóttir kl.18.30 (hér vantar okkur ca.8-10 foreldra að koma og sækja og henda okkur niður í Þrótt)!
4. Sturta og chill niður í Þrótti.
5. Pizza og kók (ekki appelsín eins og síðast) kl.19.30!
6. Myndasýning.
7. Verðlaunaafhending og væmin ræða! Hjemm kl.20.30.

Passið að:

- Mæta vel klæddir og í góðum skóm. Þetta er úti í guðs grænni og veðrið gæti hugsanlega verið leiðinlegt. Þannig að ekki klikka á þessu (betra að vera hlýtt en "looka")!
- Menn svitna víst eins og ljónið í þessu þannig að það væri ekki vitlaust að skella sér í snögga sturtu niður í Þrótti (geymið bara tösku með hreinum fötum og handklæði niður í Þrótti).
- Endilega látið mig svo vita ef einhver frá ykkur getur sótt (mynd hér fyrir neðan og svo get ég líka smessað á þá leiðinni)!

Skráning (41+3):

ingvi - teddi - sindri - sigurður þór - breki - hörður gautur - kristjón geir - bjarni pétur - arnar p - jovan - njörður - heimir - elvar örn - new johnny - birkir már - daði - aron brink - björn sigþór - nizzar - ólafur guðni - hörður sævar - jón kaldal - kristófer karl - sveinn andri - marteinn þór - árni þór - logi - þorkell - birkir örn - andri már - páll ársæll - stefán pétur - daníel l - anton orri - andrés uggi - sigurjón - snorri fannar - hallgrímur snær - viktor snær - daníel þór - pétur jökull - jökull - aron bjarna - vésteinn þrymur.

Endilega smessið á mig eða setjið comment hvort þið komist ekki.
Og svo ef það er eitthvað strákar, þá ekki hika að heyra í mér.

Annars sjáumst við hressir og sprækir á miðvikudaginn.
Ingvi (869-8228) - Teddi Rambó og Sindri Hood.


- - - - -

Saturday, September 12, 2009

Ó já!

Sælir meistarar.

Og takk fyrir síðast. Þetta var virkilega flott í gær, nokkuð góð mæting og það rættist úr veðrinu sem betur fer. Úrslitin úr mótinu voru eftirfarandi:

1.sæti: Flair Utd - 11.stig.

2.sæti: Lið 2 - 9 stig.

3.sæti: Lið 1 - 8 stig.

4.sæti:
"Gamlir" - 5 stig.

5.sæti: Lið 4 - 4 stig.

6.sæti: Lið 3 - 1 stig.

Hægt að skoða allt myndaalbúmið hér! Mörg flott tilþrif sáust - M.a. þegar kallinn vippaði yfir Nonna - og þegar Teddi klobbaði Danna L - og þegar Einar tók maradonna á etta inn í teig o.fl. Suðurlandsbrautin orðinn ansi blaut - það verður ekkert smá nett að byrja á nýja gervigrsinu eftir pásuna og setja allt á fullt aftur.

En já, þið eruð sem sé komnir í smá frí frá boltanum, nema hvað:

1. Mfl keppir við Fylki á morgun, sunnudag, kl.14.00 upp í Árbæ. Endilega takið bíltúr uppeftir!

2. Lokahóf 4.flokks verður næsta miðvikudag (16.sept) og hefst dagskráin kl.16.00 með M16 - lasertag keppni. Endum svo niður í Þrótti í mat og fjöri. Set betri auglýsingu inn á mánudaginn með nákvæmum tímum, staðsetningu og verði. Býst "audda" við öllum en gott er að menn skrái sig í fjörið með commenti (því við verðum að vera með nákvæman fjölda leikmanna) - fyrstu 10 fá húbba búbba tyggjó :-)

3. Uppskeruhátíð yngri flokka Þróttar verður svo sunnudaginn 27.sept á Broadway (auglýsi það líka betur er nær dregur).

Bókið ykkur með á mið, það verður massíft fjör.
En góða helgi annars,
Ingvi - Teddi - Sindri.

p.s. bónuspeningurinn verður svo klár í næstu viku - pottþétt.

p.s. klárir í ferðina (37): ingvi - teddi - sindri - sigurður þór - breki - hörður gautur - kristjón geir - bjarni pétur - arnar p - jovan - njörður - heimir - elvar örn - new johnny - birkir már - daði - aron brink - björn sigþór - nizzar - ólafur guðni - hörður sævar - jón kaldal - kristófer karl - sveinn andri - marteinn þór - árni þór - logi - þorkell - birkir örn - andri már - páll ársæll - stefán pétur - daníel l - anton orri - andrés uggi - sigurjón - snorri fannar.

Forfallaðir: Jónas Bragi og Jakob Gabríel (útlönd) - Ýmir Hrafn.

Eftir að melda sig: benjamín - daníel þór - hallgrímur snær - kári - pétur jökull - sölvi - viktor snær - aron bjarna - bjarki l - brynjar - guðmundur örn - gunnar reynir - jökull starri - jón konráð - pétur jóhann - skúli - vésteinn þrymur - þorsteinn eyfjörð.


- - - - -