Thursday, September 17, 2009

Lokahófið gert upp!

Sælir meistarar.

Takk fyrir síðast. Gærdagurinn heppnaðist fáránlega vel. Þvílík mæting og menn bara virkilega hressir og flottir, meir að segja Skúli :-) Nei, nú er ég með leiðindi.

Hérna eru nokkrir punktar. Ég kem svo með ítarlegar færslur varðandi tölfræðina.

- - - - -

Laser tagið:

1.sæti: Lið 1 - UNGIR - með 3.sigra (reyndar með jafn mörg stig og Sindra lið, en við unnu death match, sem erfiðara en að ná fánanum).

2.sæti: Lið 3 - Sindra lið - með 3.sigra (voru efnilegir en kannski of "cocky").

3.sæti: Lið 2 - Tedda lið - með 0 sigra ("lookuðu" vel með "leaderinn" sinn en náði sér aldrei á strik).


Skutl:

Við erum að tala um að það passaði upp á sæti að allir kæmust heim á réttum tíma. Og fólk fáránlega gott að rata. Held að engin hafi lent í veseni (nema kannski Teddi í byrjun). En plús stig í kladdann fyrir eftirfarandi foreldra: Jón Andri (elvar örn) - Einar (breki) - Edda (andri már) - Ásta (sveinn andri) - Þröstur (birkir már) - Burkni (andrés uggi) - Helgi (þorkell) - Dúna (anton orri) - Finna (páll ársæll) - Ragna (kaldal) - Þórunn (jón konráð).

Pizzan:

Sýndist menn líka vel við Hróa Hött, svo vel að menn voru komnir í fimmtu sneiðina sumir :-/ Ég til að mynda fórnaði mér (tók reyndar sub/ítalskar kjötböllur seinna um kvöldið). Teddi sagðist bara hafa pantað 5 stk af uppáhaldinu sínu; skinku - en ég sá alla veganna 8 svoleiðis! En good stöff.

Myndashowið:

Horfðum á 378 myndir á hundavaði. Minnsta mál í heimi að detta á kallinn með usb lykil og fá myndirnar. Einnig er hægt að fara á myndaalbúm flokksins og skoða. Margar virkilega góðar, sérstaklega af mönnum í "action" - vona að foreldrar verði einnig duglegir að taka myndir á næsta ári og vista á góðum stað :-)

Happdrætti:

Voru ekki af verri endanum. Kristó tók þriðju verðlaun; hress pezkall á kantinum. Daði fékk önnur verðlaun; Þróttarahúfu (mar á aldrei nóg af þeim). Og fyrstu verðlaun hlaut Gummi. Við erum að tala um safngrip; Umbro bol með svakalegri áletrun! Verð eiginlega að heimta að Gummi haldi áfram í boltanum í vetur þar sem hann fékk bolinn!!

Greiðsla:

Samkvæmt mínum bókum eiga eftirfarandi leikmenn eftir að leggja inn - klára það helst í dag (í íslenskri mynt :-) Jakob Gabríel - Jónas Bragi - Stefán Pétur - Nizzar - Elvar Örn - Skúli - Guðmundur Örn (pizza).

Reikningsnúmer: 515-4-252152. Kennitala: 050772-5359. og muna að setja nafn í skýringu.


Ok sör. Held að þetta sé allt. Set svo hitt + auglýsingu fyrir uppskeruhátíðina á Broadway fljótlega.
kv,
Ingvi

- - - - -

6 Comments:

At 3:13 PM, Anonymous Anonymous said...

ég borgaði þér kv bjarni pétur

 
At 5:46 PM, Blogger höddi said...

vorum miklu betri

 
At 6:11 PM, Anonymous Jovan said...

hvenar koma myndirnar frá M16 :D ?

 
At 8:08 PM, Anonymous Elvar said...

nei pabbi borgaði rétt eftir M16:D

 
At 10:01 PM, Anonymous Anonymous said...

sindra lið var 3 min að klara yngra i fánadæminu

 
At 10:06 PM, Anonymous Anonymous said...

ingra árið var með besta timan

 

Post a Comment

<< Home