Monday, September 14, 2009

Lokahóf 4.fl - staðfest!

Jamm jamm.

Það á allt að vera klárt fyrir miðvikudaginn næsta (16.sept) - við erum sem sé búnir að negla að hópurinn fari saman í M16 Laser tag og það út á Hómsheiði (rétt hjá Heiðmörk) Eftir það verður farið niður í Þrótt, gúffað, horft á myndasýningu frá árinu og í lokin verður stutt verðlaunaafhending.

Þetta mun kosta 2.000kr á mann - kannski lélegt af mér að hafa ekki sett það inn áður en þið skráðuð ykkur. En vona að allir komist. Og ef að einhver kemst ekki í fyrri hlutann er ekkert mál að koma svo í matinn og fjörið niður í Þrótti.

Svona verður planið:

1. Mæting kl.15.50 niður í Þrótt á miðvikudaginn, lagt af stað (með rútu) kl.16.00 upp á Hólmsheiði.
2. Allt gert klárt fyrir Laser tag (út í skógi) - kl.16.30 - allt sett á fullt.
3. Sóttir kl.18.30 (hér vantar okkur ca.8-10 foreldra að koma og sækja og henda okkur niður í Þrótt)!
4. Sturta og chill niður í Þrótti.
5. Pizza og kók (ekki appelsín eins og síðast) kl.19.30!
6. Myndasýning.
7. Verðlaunaafhending og væmin ræða! Hjemm kl.20.30.

Passið að:

- Mæta vel klæddir og í góðum skóm. Þetta er úti í guðs grænni og veðrið gæti hugsanlega verið leiðinlegt. Þannig að ekki klikka á þessu (betra að vera hlýtt en "looka")!
- Menn svitna víst eins og ljónið í þessu þannig að það væri ekki vitlaust að skella sér í snögga sturtu niður í Þrótti (geymið bara tösku með hreinum fötum og handklæði niður í Þrótti).
- Endilega látið mig svo vita ef einhver frá ykkur getur sótt (mynd hér fyrir neðan og svo get ég líka smessað á þá leiðinni)!

Skráning (41+3):

ingvi - teddi - sindri - sigurður þór - breki - hörður gautur - kristjón geir - bjarni pétur - arnar p - jovan - njörður - heimir - elvar örn - new johnny - birkir már - daði - aron brink - björn sigþór - nizzar - ólafur guðni - hörður sævar - jón kaldal - kristófer karl - sveinn andri - marteinn þór - árni þór - logi - þorkell - birkir örn - andri már - páll ársæll - stefán pétur - daníel l - anton orri - andrés uggi - sigurjón - snorri fannar - hallgrímur snær - viktor snær - daníel þór - pétur jökull - jökull - aron bjarna - vésteinn þrymur.

Endilega smessið á mig eða setjið comment hvort þið komist ekki.
Og svo ef það er eitthvað strákar, þá ekki hika að heyra í mér.

Annars sjáumst við hressir og sprækir á miðvikudaginn.
Ingvi (869-8228) - Teddi Rambó og Sindri Hood.


- - - - -

13 Comments:

At 9:36 PM, Anonymous Anonymous said...

Á miðvikudag verður mjög mikil rigining.

 
At 10:09 PM, Anonymous Anonymous said...

slaft samt að hafa þetta á sama tíma og sjó sundið í þróttheimum kv stbbi

 
At 11:33 PM, Anonymous ingvi said...

1. ræð því miður ekki veðrinu og miðvikudagur kom bara til greina. 2. engin lét mig vita af sjósundi í þróttheimum.

 
At 7:56 PM, Anonymous Anonymous said...

nice þetta verður stuð (:

 
At 12:05 AM, Anonymous Teddi (a.k.a. Rambó) said...

Strákar þið eruð dauðir, munið bara að fara með ljóðið ykkar áður en að þið farið í stríðið :-)

Greinilegt að einhverjir eru farnir að búa til afsakanir og vilja fara frekar í sjósund, þetta er einfalt.

Menn eru hræddir við að mæta okkur.

I must brake you, á meðan að þið týnið blóm til þess að setja í vasa ykkar.

 
At 8:31 AM, Anonymous Anonymous said...

allir á tedda í lasertag

 
At 10:35 AM, Anonymous Anonymous said...

Sölvi kemur

 
At 10:40 AM, Anonymous Anonymous said...

Kári kemur

 
At 12:39 PM, Anonymous Teddi (a.k.a. Rambó) said...

Þið eruð KERLINGAR og ekkert annað.

Ekki gunguhátt, skrifa undir nafni. Annars getur þú farið í sjósund með Stebba.

 
At 1:09 PM, Anonymous Jónas said...

ÉG og kobbi komum líka, arnar var að segja okkur frá þessu, vonum að þetta sé ekki of seint.

 
At 1:16 PM, Anonymous Daníel Þór said...

Kemst ekki í Laser Tag. Búinn að vera veikur og er ekki orðinn fullfrískur. Kem kannski niður í Þrótt. Kv. Daníel Þór

 
At 1:55 PM, Anonymous ingvi said...

oki jónas og jakob, bóka ykkur. og endilega pína sig niður í Þrótt Daníel, ef þú getur.

 
At 3:37 PM, Anonymous Sindri (hressi) said...

Vildi bara taka það fram að það er ekki liðna vika síðan ég var Kvennó-meistari í Paintball.

Heppnir sem verða mér í liði því það er alltaf gaman að vinna.

 

Post a Comment

<< Home